Sunday, May 09, 2010

Söllasönglög II

Allir Söllar kannast nú við lagið fræga "Söllerí-Söllera" sem prýtt hefur síður söngbókarinnar Maður má nú fá sér í dágóðan tíma.

Þar sem að kaflinn "Fótbolta- og fjárfestingarfélagslög" er hins vegar heldur tómlegur með einungis einum texta, tók ég mig til og staðfærði frægt Stuðmannalag, textinn fer hér fyrir neðan. Og þó svo að Sigurjón okkar sé ekki digur, passaði það einum of vel í textann að heiðra upphaflega Stuðmannatextann til að hægt væri að sleppa því.

---Söllar: Í komandi kjöri
      Söllarnir styðja sinn mann
      Hann stefndi á framboð
      og smáflokkinn Framsókn hann fann
      smáflokkinn Framsókn hann fann
      Við erum komnir til að sjá hann sigra - Sigurjón digra
      Við erum komnir til að sjá hann sigra - Sigurjón digra

      Í kjallara Cösu,
      setur hann Papa Roach á
      Efstan á lista,
      Viljum við Sigurjón sjá
      Viljum við Sigurjón sjá

      Við erum komnir til að sjá hann sigra - Sigurjón digra
      Við erum komnir til að sjá hann sigra - Sigurjón digra

      Sigurjón digri, við styðjum þig gegn því
      að þú látir loks sjá þig, næsta Frokosti í,
      næsta Frokosti í

      Við erum komnir til að sjá hann sigra - Sigurjón digra
      Við erum komnir til að sjá hann sigra - Sigurjón digra

Sigurjón: Munið mig að kjósa!
Söllar: Þú færð atkvæði Rósa

Sigurjón: Munið mig að kjósa!
Söllar: Þú færð atkvæði Rósa

Sigurjón: Munið mig að kjósa!
Söllar: Þú færð atkvæði Rósa

Sigurjón: Munið mig að kjósa!
Söllar: Þú færð atkvæði Rósa

Sigurjón: Kjósa, kjósa, kjósa,...
.

Saturday, May 02, 2009

Söllavísur X

Mikil var Sigurjóns sæla
er Söndru þá loks tókst að tæla.
Löng var hans bið,
en loks fær nú við,
laglega dömu að gæla.

Friday, May 01, 2009

Söllavísur IX

Athygli sértaka vek ég á innrími í 1., 2., og 5. línu:

Scientistarnir þeir smá fá
sjokk er þeir fá Rós'að lít'á
inni á baði
þeir æpa með hraði
"ÓMÆGOD! KOMIÐ MEÐ SMÁSJÁ!"

Thursday, April 30, 2009

Söllavísur VIII

Bæjarfeng lagði á bakið
byrjaði Rósant svo skakið
sekúndu síðar
og sæluhroll gríðar
kom smávaxinn Rósant í lakið

Wednesday, April 29, 2009

Söllavísur VII

Lítið þáði Hemmi hrós
um höfugt tól að neðan.
Torvelt var að tæla drós,
telpan hefur séð 'ann.

Monday, April 27, 2009

Söllavísur VI

Af ótrúlegum "problem solving skills" Hlyns. Vek sérstaka athygli á skothentu innrími í fyrstu línu braghendunnar:

Ef í vanda vinur lendir
Svarið alltaf sama er
"Sjá! Andhverfum hér og hér"

Sunday, April 26, 2009

Söllavísur V

Hlynsa gyðja sannköll sér
en sneypist aftur hjartsærð
Aðspurður hann ansar mér:
"Eigi var hún rauðhærð"

Söllavísur IV

Selur sig hann Siggi Max,
stúlka æst hann tottar.
Þurfa ekki að borga tax,
ef þær eru flottar.

Söllavísur III

Hárprúður Hermann í heitum leik,
í herbergi hjá Þossa.
Sannir söllar trufla sleik,
skrækja með bera bossa.

Söllavísur II

Fyrir Rósant, kvöldin dimm
er ekkert mál að ná sér
í glæsipíur, fjórar, fimm
og fara heim og sofa

Söllavísur

Sölli flinkur frægur er
því feikna er hann dóni
félag heilt til heiðurs sér
heitir kappinn Rósant

Friday, January 16, 2009

 
web statistics