Tuesday, June 27, 2006

Boltinn í kvöld

Bolti í kvöld á Camp East klukkan 21:10 stundvíslega (ekki 21:15 eða 21:20!). Þessu gæti þó seinkað til 21:30 verði leikur Spánn og Frakklands framlengdur. Ef í það stefnir verða send sms þess efnis svo enginn á að þurfa að hangsa í 20 mínútur.

Sunday, June 25, 2006

Hættum þessari vitleysu

Einhverjir muna eflaust eftir ferð vestur á Snæfellsnes síðasta sumar. Aðrir muna jafnvel eftir ferð sem var farin fyrir tveimur árum. Þeim Söllum sem fannst skemmtilegt þá, og hafa áhuga á, langar mig til að bjóða vestur helgina 15. og 16. júli. Eins og alltaf þá er möguleiki á veiði, golfi, súperfrisbí, sundferðum og eða gönguferðum auk þess sem skriðkólfurinn verður á svæðinu. Síðan geta menn bara grillað og drukkið Jameson. Ég lofa jafnframt góðu veðri umrædda helgi

Wednesday, June 21, 2006

Söllenbergers gegn Team Lebowski

Það hefur gerzt að við erum fáliðaðir í leikjum vegna þess einfaldlega að menn vita ekki af leiknum. Því vil ég setja það fram á skýran hátt: Söllenbergers leika gegn Team Lebowski. Leikurinn verður annað kvöld, 22. júní. Klukkan hvað? Klukkan átta. En ekki leggja áttuna á minnið, mæting er klukkan 19:20. Í búningum, 19:20, 22. júní. Team Lebowski er líklega lakasta liðið sem við höfum spilað við í sumar. En ég vil ekkert helvítis vanmat. Þeir eiga betri úrslit við Premier FC og þeir hafa átt einn stórsigur. SöllenSöllenSöllenbergers.

Tuesday, June 20, 2006

Þriðjudagsbolti

Bolti í kvöld á Camp East klukkan 21:06. Nú þarf að koma sér í gírinn fyrir fimmtudaginn. Ekkert rugl. Látið vita af mætingu í athugasemdakerfið.

Sunday, June 18, 2006

Söllenkassinn

Eins og elstu menn muna komu búningar liðsins í forlátum kassa á sínum tíma. Kassi þessi er stór og fyrirferðamikill og e-a hluta vegna hefur hann tekið alltof mikið pláss á gólfinu mínu síðustu vikur. Nú er mál að linni. Ég mun því mæta með kassann næst í bolta og pranga honum upp á e-n ykkar ellegar fara með hans til vina sinna í bylgjupappagámnum í Sorpu. Ásgeir

Friday, June 16, 2006

Bara að pæla

Hvernig er stemmningin fyrir bolta á morgun? En fyrir móralskri grillveislu?

Wednesday, June 14, 2006

Æfing á morguneftir!

Minni á æfingu á morgun, Camp East, 20:0021:00. Látið endilega vita um það hvort þið hyggist mæta í athugasemdakerfið.

Sunday, June 11, 2006

Dulbúin tilraun til að festast í sessi

Þar eð ég kemst ekki á þriðjudaginn að spila bikarleikinn hugsa ég að einhver annar muni standa vaktina við markið í þetta sinn. Það minnti mig á stórlið. Ég spilaði í deildinni í síðustu viku og einhver annar í bikarnum í þessari viku. Ég legg til að við göngum alla leið í að líkjast Chelsea og höldum þessu áfram. Höfum einn markvörð í deild og annan í bikar. Það finnst mér töff. Og ekki leiðum að líkjast, Cech og Cudicini.

Saturday, June 10, 2006

Í umhverfisarminum verður ekki þaggað niður

Hver í fjandanum setur sig á svo háan stall að hann þykist hafa völd til þess að eyða færslum út af þessu bloggi án þess að spyrja kóng né prest? Sem ónafngreindum meðlimi umhverfisarmsins sárnar mér þegar ég lít á bloggið morguninn eftir að færsla frá okkur hefur verið sett inn og sú færlsa er horfin. Alveg er það dæmigert að reynt sé að þagga niður í fólki með því að búa því til annan vettvang til að tjá sig á, dæmi eins og menntagatt.is þar sem að fólki var bent að tjá sig um breytingar á framhaldsskólanámi er dæmi um slíkar aðgerðir sem ætlað var að drepa niður allan kraft í umræðunni. Umhverfisarminum verða ekki boðnir slíkir ömurlegir kostir og ætlast til þess að hann sætti sig við það möglunarlaust. Ég veit ekki hver er ábyrgur fyrir þessum árásum á hann, grunar ýmsa en ætla ekki að nefna nein nöfn. En eitt er víst og það mega menn bóka, það er hægt að eyða færslum okkar en það er ekki hægt að eyða okkur og baráttuhuga vorum. Jakob Björnsson PEREAT

Friday, June 09, 2006

Sigurleikur

Þeim, sem voru fyrir tilviljun staddir við gervigrasið hjá Leikni klukkan rúmlega níu í gærkvöldi, var skemmt þegar sigurreifir, bláklæddir og íþróttamannslegir drengir tóku sigurhringinn á grasinu gervi. Við nánari skoðun var um að ræða gulsokkurnar í Söllenbergers. Gat það verið? Höfðu Söllenbergers rekið af sér slyðruorðið og unnið leik? Jú, það var ekki um að villast, gleðin skein úr andliti viðstaddra. Já, nú höfum við unnið einn leik. Það var ekki heppni og það var ekki eitthvert grínlið sem við kepptum á móti. Þvert á móti (úúú, fallegt). Áður en þeir kepptu við okkur höfðu þeir tapað naumlega gegn sterku liði Ginola, pakkað Bakkusi saman og unnið góðan sigur á Hvatberum. Jú, úrslitin gegn okkur voru þau verstu í sumar fyrir FC Ferro. Við getum ekki annað en dregið þá ályktun að við eigum í fullu tré við öll lið í deildinni. Hvað gerðist? Af hverju unnum við allt í einu lið með tvífara Fjölnis Þorgeirssonar innanborðs? Galdrar? Nei, leikur okkar small saman og við lékum vel. Við vorum einfaldlega betri en andstæðingar okkar. Ekki mistakalaus leikur en nógu mistakalaus. Góð vörn en kannski fullmikil vörn. Ég vil persónulega þakka varnarmönnum fyrir vel spilaðan leik. Þetta voru greinilega gaurar sem kunna að skalla en upp við mark okkar var aldrei hætta, hvílíkir varnarskallar, hvílík vörn, takk, strákar. Góð barátta. Höldum þessu áfram og ég kemst ekki í bikarleikinn á þriðjudaginn. Áfram Söllenbergers.

Monday, June 05, 2006

// Blogger bilaður enn eina ferðina, en þökk sé Kára(hnjúkum) kemst hún inn á síðuna. Ásgeir Sælir verið Söllenbergerar Nú hafa ökklameiðsl hrjáð mig síðustu dagana og hef ég þess vegna því miður ekki getað tekið þátt í starfi liðsins eins og ég hefði kosið. Ég hef þó engu að síður ætíð heyrt nýjustu fréttir af starfseminni, annað hvort hér á síðunni eða þá í matarhléum í vinnunni og áhyggjur eru farnar að skjóta rótum í huga mínum. Ljóst er að úrbóta er þörf og hef ég því tekið saman áætlun í nokkrum liðum sem er til þess fallin að hjálpa liðinu við að rísa upp úr öskutónni. 1. Æfa saman. Útséð er um að það gangi lengur að ætla að halda æfingar á morgnana á laugardögum. Nú þegar sumarið er komið þurfa flestir liðsmanna að vakna á morgnana til að mæta í vinnu og eini möguleikinn á að sofa út er því um helgar. Mér heyrist það á fólki að það vilji eiga tækifæri á að sofa út með kærustunni (sbr. Kára), liggja heima í þynnku (sbr. Villa Stein) eða einfaldlega vaka alla nóttina, borða popp og horfa á Playboy TV (sbr. Rósa). Ef boltanum yrði seinkað og hafður síðdegis, líkt og lagt var með upphaflega síðasta haust held ég hins vegar að á þessu yrði gerð bót og allir yrðu sáttari fyrir vikið. Helstu rökin fyrir að hafa boltann á morgnana voru sú að þá ættu menn daginn allan eftir til að geta lært en lærdómurinn yrði ekki truflaður af bolta á miðjum degi. Ljóst er að sú ástæða er ekki fyrir hendi lengur og því mælir fleira með að hafa bolta seinna en snemma. 2. Tala saman. Nú tel ég sjálfan mig ekki í hópi þeirra sem mesta reynslu hafa af tuðrusparki hafa í liðinu og hef því haldið mig fyrir utan átök um leikskipulag og önnur slík málefni. Hins vegar hef ég orðið vitni að þónokkrum samtölum þar sem að menn eru að skammast yfir fjarverandi liðsfélögum sínum og slíkt óþolandi ástand gengur ekki lengur. Sú gamla klisja að það borgi sig heldur að tala beint út en skammast og baktala menn á svo sannarlega við hérna, með þessu áframhaldi sé ég fram á að ófremdarástand verði búið að skapast næsta haust og það held ég ekki að sé vilji neins. Ef þið eruð fúlir út í félaga ykkar vil ég því eindregið hvetja ykkur til að segja þeim það strax en ekki byrgja inni gremju í þeirra garð, þannig verður andrúmsloftið í liðinu hreinna og uppsöfnuð gremja kemur ekki til með að brjótast út þegar við síst eigum við því. 3. Drekka saman. Allt frá dögum Sókratesar hefur einfaldasta leiðin til að hrista hóp saman verið talin að sitja saman að sumbli og slík speki á líka við á okkar dögum. Lærisveinar Sókratesar voru blautir flesta daga ársins ásamt læriföður sínum og þó að við eigum e.t.v. ekki færi á að bjóða læriföður okkar, sjálfum Papa Gerald, í samdrykkju legg ég engu að síður til að bráðlega förum við að fordæmi þeirra, grillum og hellum í okkur. Pössum okkur bara að það sé ekki leikur daginn eftir... 4. Klæðast saman. Sjaldan hefur mórallinn meðal liðsmanna verið betri en einmitt þegar búningarnir glæsilegu komu til okkar. Nú hef ég ekki í hyggju að við tökum þátt í dragkeppni til að þétta hópinn, DónaGrjóni verður að sjá um að uppfylla þá draumóra sína sjálfur. Ég fékk hins vegar þá hugmynd að við mundum útvega meira af Söllenbergers fatnaði og fann í því skyni vörubækling frá fyrirtækinu Tanna, sem nálgast má hér. Þarna má finna fullt af skemmtilegum varningi, en ég legg til að við látum prenta á venjulega stuttermaboli merkið okkar góða aukt þess að við látum framleiða 19 gular húfur merktar liðinu. Heiðar snyrtir mælir allavega persónulega með gulum húfum í stíl við sokkana og ég held líka að það gæti orðið töff. Ég skal fara í það að kanna kostnað við þessa hugmynd á morgun, þriðjudag. Af þessu má sjá að ekki er öll nótt úti enn í liðinu og margt hægt að gera til að peppa liðsmenn upp. Ég vona að þessar hugmyndir hljóti brautargengi hjá samfélögum mínum í liðinu og að við munum rústa FC Ferro næsta fimmtudag eins og við eigum sjálfsögðu að gera. Baráttukveðjur, Ásgeir, sonur Söllenbergers nr. 13

Friday, June 02, 2006

Boltinn

Bolti klukkan 11 á morgun? Málið?

Thursday, June 01, 2006

Viljayfirlýsing

Jæja, leikurinn fór 6-1 ef ég taldi rétt og ég var í marki. En ég lýsi því hér með yfir að ég vil vera á milli stanganna í næsta leik. Áfram Söllenbergers!
 
web statistics