Saturday, June 10, 2006

Í umhverfisarminum verður ekki þaggað niður

Hver í fjandanum setur sig á svo háan stall að hann þykist hafa völd til þess að eyða færslum út af þessu bloggi án þess að spyrja kóng né prest? Sem ónafngreindum meðlimi umhverfisarmsins sárnar mér þegar ég lít á bloggið morguninn eftir að færsla frá okkur hefur verið sett inn og sú færlsa er horfin. Alveg er það dæmigert að reynt sé að þagga niður í fólki með því að búa því til annan vettvang til að tjá sig á, dæmi eins og menntagatt.is þar sem að fólki var bent að tjá sig um breytingar á framhaldsskólanámi er dæmi um slíkar aðgerðir sem ætlað var að drepa niður allan kraft í umræðunni. Umhverfisarminum verða ekki boðnir slíkir ömurlegir kostir og ætlast til þess að hann sætti sig við það möglunarlaust. Ég veit ekki hver er ábyrgur fyrir þessum árásum á hann, grunar ýmsa en ætla ekki að nefna nein nöfn. En eitt er víst og það mega menn bóka, það er hægt að eyða færslum okkar en það er ekki hægt að eyða okkur og baráttuhuga vorum. Jakob Björnsson PEREAT

5 comments:

Kári said...

Ég veit hver eyddi færslunni og ég er sammála því að það er kannski fulllangt gengið að eyða færslum ykkar armsmanna. En ég vil samt benda á að Umhverfisarmurinn getur ekki talizt til Söllenbergera og ætti því tæknilega séð ekki að mega tjá sig á síðu þeirra. Ja, fyrr en ljóst er hverjir manna arminn (og þegar það er komið í ljós þætti mér viðeigandi að þeir skrifuðu bara undir sínu eigin nafni).

Kári said...

Og hver er réttur fjöldi tappa í kassanum?

Kári said...

Ef www.umhverfisarmur.blogspot.com væri virkur væri ég tíður gestur, það er víst.

Anonymous said...

Nýjasta talning tappanna hljóðar upp á 16 stykki. Ég hvet menn til að spýta í lófana og fylla kassann á næstu æfingu/leik.

-Ásgeir

Anonymous said...

Ætlar umhverfisarmurinn ekki að standa fyrir göngu á Varmalækjarmúla (Múlann)? Þá myndi ég mæta.

 
web statistics