Wednesday, September 19, 2007

Það er ekkert sem heitir frír fótbolti





















Hér má sjá Aron, forsprakka gula liðsins, geysast fram völlinn. Höskuldur (í hvítu) kemur engum vörnum við enda langt í burtu.

Bankareikningur sem notaður verður sem peningageymsla Söllenbergers var stofnaður í morgun. Fyrsta greiðsla er 3000 krónur. Endilega hendið því inn fyrir helgi.
Reikningsnúmerið er 311-13-177305 sem er alveg yndislegt númer. Kt. 2502852569. Ég þakka Höskuldi Pétri Halldórssyni og Aðalheiði Guðgeirssyni fyrir þeirra framlag í þessu máli.
Svo sjáumst við á laugardaginn í enn betri bolta en síðustu helgi. Ég er nefnilega búinn að yngja upp í skóm.

Friday, September 14, 2007

Bolti eftir 22

Eftir tuttugu og tvo klukkutíma mæta Söllar alvaskir í bolta í íþróttahúsi Háskóla Íslands eins og undanfarin ár. Verður þetta vikulegur viðburður eins og undanfarin ár. Einnig vil ég leggja eitt til. Ég legg til að Hermann Þór Þráinsson verði gerður að Söllasúkkulaði eða Söllalærlingi í vetur. Hann er með eindæmum skemmtilegur og vel fær í boltanum. Hann á það sameiginlegt með Söllum að vera baráttuhundur og myndi líklega passa eins og flís við rass við hópinn. Og hann gerir það. Það vita menn sem mættu í sumarboltana okkar.

Þeir sem vilja að Hemmi verði gerður að Söllalærlingi (borgar jafnmikið fyrir salinn en er með takmörkuð Söllaréttindi) lýsi yfir stuðningi í athugasemdakerfi, takk.

Monday, September 03, 2007

Laugardagsboltinn

Hössi og Kári unnu það óeigingjarna verk að panta tíma í salnum góða á sama tíma og síðastliðin ár. Kári vinnur nú það óeigingjarna verk að rita á þessa síðu meldingu þess efnis að salurinn sé líklega okkar.

M.ö.o. þeir Söllar sem tilbúnir eru að borga fúlgur fjár (veit ekki betur en að verðið sé það sama) fyrir að vera með í bolta í vetur eru hvattir til að láta vita af því hér. Þegar komið er í ljós hversu margir eru feikitil höldum við fund til að ákveða hverjir eru þess verðugir að fylla í skarð Skandinavíufaranna okkar ef þess verður þörf.

Fyrsti bolti verður líklega 15. september. Skráning í athugasemdakerfi fer fram næstum því fram að þeim tíma.
 
web statistics