Monday, September 03, 2007

Laugardagsboltinn

Hössi og Kári unnu það óeigingjarna verk að panta tíma í salnum góða á sama tíma og síðastliðin ár. Kári vinnur nú það óeigingjarna verk að rita á þessa síðu meldingu þess efnis að salurinn sé líklega okkar.

M.ö.o. þeir Söllar sem tilbúnir eru að borga fúlgur fjár (veit ekki betur en að verðið sé það sama) fyrir að vera með í bolta í vetur eru hvattir til að láta vita af því hér. Þegar komið er í ljós hversu margir eru feikitil höldum við fund til að ákveða hverjir eru þess verðugir að fylla í skarð Skandinavíufaranna okkar ef þess verður þörf.

Fyrsti bolti verður líklega 15. september. Skráning í athugasemdakerfi fer fram næstum því fram að þeim tíma.

22 comments:

Anonymous said...

Ég er klárlega með

Anonymous said...

með ég klárlega er!!!!!!!

og hlakka til ég mikið nú

Anonymous said...

Ég er nokkuð viss um að ég verði með. Gæti jafnvel verið að ég geti reddað skarðfyllingu.

Anonymous said...

Þess má geta að allir geta reddað skarðfyllingu.

Það er ekki erfitt að fá fólk með í skemmtilegan fótbolta með skemmtilegum strákum.

Það er ekki nóg að vera nokkuð viss!

Ég er alveg viss.


Ef þið lesið úr þessu að ég þoli ekki Halla farið þið vill(ir) vega.

Anonymous said...

tinni getur verið með!

Anonymous said...

ég er auðvitað með í bolta

Anonymous said...

Ég er til.

Anonymous said...

I´m in,
kv. Villist

Anonymous said...

Ég ætla að reyna að vera eins mikið með og ég get.

Anonymous said...

Ég held við ættum að fara og leita að þessum anonymous... held hann sé e-ð að villast!

Anonymous said...

Sælir. Ég verð auðvitað með. Kom við í íþróttahúsinu í dag og sá að búið var að merkja tímana okkar inn í töfluna.

Ásgeir said...

Sælir,

Sem einn Skandinavíufaranna vil ég byrja á að lýsa yfir ánægju minni með það að framkvæmdagleði búi enn í Söllum og dugur flæði í gegnum Söllahjartað. Það er ljóst að skarð okkar Skandínavanna verður vandfyllt og vil ég minna menn á að vel þurfi að vanda valið ef gamla góða Söllastemmningin á að halda sér.

Hugsanlega gæti e-r haldið að Söllabolti næsta veturs komi mér ekki við en ég ætla samt að leggja til eftirfarandi: Áður en umsækjandi sem ekki er á listanum sem ég læt fylgja með hér fyrir neðan verður samþykktur sem fullgildur meðlimur Laugardagsboltans kjósa núverandi meðlimir Söllenbergers Sport (jafnvel með leynilegri kosningu) um það hvort taka eigi viðkomandi í hópinn. Þetta tel ég að komi í veg fyrir að kjarnanum sem stendur bakvið Söllenbergers hnigni of mikið (þó ekki með beta-geislun) og komi einnig í veg fyrir ósætti vegna þeirra sem samþykktir eru inn. Í það minnsta held ég að þetta sé skynsamleg tillaga, ég efast um að nokkur okkar Skandinavíufaranna vilji mæta í bolta um jólin og þekkja ekki helming þeirra sem mættir eru í íþróttasalinn á sama tíma og síðastliðin ár.

Listinn góði yfir atkvæðabæra:
* Ásgeir
* Brynjar
* Eiki
* Halli
* Hössi
* Jommi
* Kári
* Rósi
* Bessi
* Svenni
* Þossi
* Grjóni
* Aron
* Salvör
* Egill
* Hlynur
* Húnbogi
* Villi S
* Össur

Með kveðju frá kóngsins Köbenhavn,
Ásgeir

Anonymous said...

Hvers vegna er ekki bolti í dag?

Kári said...

Vegna þess að helztu spaðar, fyrirliðar Söllenbergers, voru að skjóta á milli marka í tímanum í dag.

Þorsteinn Snæland said...

ha?!!!!!!!!!!?

Anonymous said...

Fyrirgefið hvað ég er lélegur að vera ekki búinn að kíkja á síðuna fyrr, var þó búinn að segja hinum óeigingjarna verkamanni óeigingjarnra verka að ég væri maður kenndur við bolta kenndan við fót.

Kári said...

Auðvitað ekki, strákar.

Hössi
Kári
Sigurjón
Halli
Hlynur
Rósant
Villi
Þorsteinn
Eiki


Þetta lítur ágætlega út. Ég er til í að kjósa um varamenn (verðum að ákveða hversu marga, kjósa um það í sömu kosningum?). Legg til að á miðnætti í kvöld geti menn lagt til varamenn og svo verði kosning á einhverjum góðum tíma síðar.

Kosning gæti farið fram hér eða þá að við tökum þetta hálfleynilegt og kosning fer fram í innhólfi einhvers okkar sem er traustsins verður (ég?).

Kári said...

Fyrirgefðu hvað ég er lélegur að skilja þig útundan í upptalningunni, Húni.

Þorsteinn Snæland said...

það styttist í þetta!!

Anonymous said...

Eg öfunda ykkur.

Anonymous said...

Klukkan hvað er bolti?

Anonymous said...

14:15-15:45

 
web statistics