Friday, September 14, 2007

Bolti eftir 22

Eftir tuttugu og tvo klukkutíma mæta Söllar alvaskir í bolta í íþróttahúsi Háskóla Íslands eins og undanfarin ár. Verður þetta vikulegur viðburður eins og undanfarin ár. Einnig vil ég leggja eitt til. Ég legg til að Hermann Þór Þráinsson verði gerður að Söllasúkkulaði eða Söllalærlingi í vetur. Hann er með eindæmum skemmtilegur og vel fær í boltanum. Hann á það sameiginlegt með Söllum að vera baráttuhundur og myndi líklega passa eins og flís við rass við hópinn. Og hann gerir það. Það vita menn sem mættu í sumarboltana okkar.

Þeir sem vilja að Hemmi verði gerður að Söllalærlingi (borgar jafnmikið fyrir salinn en er með takmörkuð Söllaréttindi) lýsi yfir stuðningi í athugasemdakerfi, takk.

13 comments:

Anonymous said...

Ég var ekki viss fyrst... en um leið og ég sá myndina þá vissi ég það! Hemmi fær hér með minn stuðning!

Anonymous said...

Hann fær líka minn stuðning.

Anonymous said...

hann fær minn stuðning

Anonymous said...

Ef ég hef atkvæðarétt þá segi ég: Ohh mycket bra, Hemma på laget!

Þorsteinn Snæland said...

hann má koma ef hann fer í klippingu innan 2ja mánaða og tegrar fyrir okkur á morgun!

Anonymous said...

enginn fékk inngöngu í Soellenbergers nema Hermann, það var verið að ferm´ann. Nú styrkist Seltjarnarnesarmur Soellenbergers, húrra fyrir Hermanni!

Anonymous said...

Húrra fyrir Hermínu!

Ásgeir said...

Danmerkurarmur Söllenbergers lýsir yfir eindregnum stuðningi við þessa ráðstöfun (ég er nokkuð viss um að Binni og Jónas Hallgrímsson séu á sama máli og ég þannig að ég leyfi mér að álykta fyrir okkur alla).

Kv,
Ásgeir

Þorsteinn Snæland said...

góður fyrsti boltinn var!

Brynjar said...

Ásgeir ályktaði ekki rétt. Hemmi er algjört fífl og ég vil að hann verði útskúfaður... lol

Anonymous said...

binni ekki byrja á þessu "lol" það eru bara aumingjar og danir sem nota það, og nattla hemmi

Anonymous said...

Haha strákar, roflmao maður!

Anonymous said...

Hermann Thor Thrainsson faer minn studning...

 
web statistics