Thursday, December 27, 2007

Jólakveðja Söllenbergers

Því miður leyfði fjárhagur félagsins það ekki að þetta kort yrði sent út til félagsmanna og annarra velunnara, en hér fyrir neðan má líta jólakort Söllenbergers 2007.


Tuesday, December 25, 2007

Ekki vera eins og Drogba

Eru ekki allir til í útibolta milli jóla og nýárs? Hvaða dagsetning hentar mönnum best?

Saturday, December 15, 2007

Super sunday - super saturday

Þessa helgi er super sunday í enska boltanum. Ég legg til að við reynum að smitast af brjáluðum fótboltaáhuga og fjölmenna í bolta í dag. Hlakka til að sjá ykkur.

Thursday, November 08, 2007

















Passið ykkur á laugardaginn, góarnir mínir.

Tuesday, October 23, 2007

Blogg bloggsins vegna

Hlakkið þið ekki til boltans á laugardaginn? Hverjir ætla að mæta? Í hvernig stuttbuxum ætlið þið að koma? Eru einhver samsærislið að myndast?

Wednesday, September 19, 2007

Það er ekkert sem heitir frír fótbolti





















Hér má sjá Aron, forsprakka gula liðsins, geysast fram völlinn. Höskuldur (í hvítu) kemur engum vörnum við enda langt í burtu.

Bankareikningur sem notaður verður sem peningageymsla Söllenbergers var stofnaður í morgun. Fyrsta greiðsla er 3000 krónur. Endilega hendið því inn fyrir helgi.
Reikningsnúmerið er 311-13-177305 sem er alveg yndislegt númer. Kt. 2502852569. Ég þakka Höskuldi Pétri Halldórssyni og Aðalheiði Guðgeirssyni fyrir þeirra framlag í þessu máli.
Svo sjáumst við á laugardaginn í enn betri bolta en síðustu helgi. Ég er nefnilega búinn að yngja upp í skóm.

Friday, September 14, 2007

Bolti eftir 22

Eftir tuttugu og tvo klukkutíma mæta Söllar alvaskir í bolta í íþróttahúsi Háskóla Íslands eins og undanfarin ár. Verður þetta vikulegur viðburður eins og undanfarin ár. Einnig vil ég leggja eitt til. Ég legg til að Hermann Þór Þráinsson verði gerður að Söllasúkkulaði eða Söllalærlingi í vetur. Hann er með eindæmum skemmtilegur og vel fær í boltanum. Hann á það sameiginlegt með Söllum að vera baráttuhundur og myndi líklega passa eins og flís við rass við hópinn. Og hann gerir það. Það vita menn sem mættu í sumarboltana okkar.

Þeir sem vilja að Hemmi verði gerður að Söllalærlingi (borgar jafnmikið fyrir salinn en er með takmörkuð Söllaréttindi) lýsi yfir stuðningi í athugasemdakerfi, takk.

Monday, September 03, 2007

Laugardagsboltinn

Hössi og Kári unnu það óeigingjarna verk að panta tíma í salnum góða á sama tíma og síðastliðin ár. Kári vinnur nú það óeigingjarna verk að rita á þessa síðu meldingu þess efnis að salurinn sé líklega okkar.

M.ö.o. þeir Söllar sem tilbúnir eru að borga fúlgur fjár (veit ekki betur en að verðið sé það sama) fyrir að vera með í bolta í vetur eru hvattir til að láta vita af því hér. Þegar komið er í ljós hversu margir eru feikitil höldum við fund til að ákveða hverjir eru þess verðugir að fylla í skarð Skandinavíufaranna okkar ef þess verður þörf.

Fyrsti bolti verður líklega 15. september. Skráning í athugasemdakerfi fer fram næstum því fram að þeim tíma.

Saturday, August 11, 2007

Planið í kvöld

Jæja, nú styttist óðfluga í Söllagrillið.

Planið í kvöld er svohljóðandi:

* Hluti matarnefndar fer í verslunarleiðangur kl. 16
* Matarnefnd tekur til starfa hjá Sveini kl. 17 og byrjar að hnoða
* Aðrir Söllar mæti upp úr 18 og hefji gleðskap
* Matur á borð 18:30-19
* Almenn gleði að borðhaldi loknu, dansleikur með Jóni Geraldi og Milljarðamæringunum

Kv,
Ásgeir

Friday, August 10, 2007

Uppfærsla

Nú styttist óðum í Söllagrill II þar sem að mönnum er boðið í grillið <=> að menn eigi Söllabúning. Staðan á gestalistanum er svona (10/08/2007 kl. 21:22:29):

Staðfestir eru að mæti:
* Ásgeir
* Brynjar
* Eiki
* Halli
* Hössi
* Jommi
* Kári
* Rósi 
* Bessi
* Svenni
* Þossi
+ Leynigestur I
+ Leynigestur II

Staðfestir að séu á bakvakt og mæti kannski:
* Grjóni

Staðfestir að hafi ekki enn svarað og mæti kannski:
* Aron
* Salvör

Staðfestir að mæti ekki:
* Egill
* Hlynur
* Húnbogi (kemur þó á dansiball (partý))
* Villi S
* Össur (kemur þó á dansiball (partý))

Nánari upplýsingar er enn nær dregur.

Kv,
Ásgeir

Monday, August 06, 2007

Söllagrill XL

Kominn tími á ferska færslu, þá vakna menn. Ellefta ágúst. Söllagrill. Rauðagerði þrjátíu og sex. Hamborgarar. Svo kveðjupartý. Sveins. Og Jóns. Fleiri sem fara. Jújú. Húni kemur ekki. Ekki Villi. Auðvitað ekki Hlynur. Egill Árni ekki heldur. En hverjir koma? Menn sem eiga Söllabúning mega koma í grillið. Verður að semja sérstaklega um aðra. Hverjir koma? Hverjir koma? Látið vita.

Thursday, August 02, 2007

Bolti og Grill

1. Hverjir eru til í bolta í kvöld kl. 21 í Safamýri? Látið vita í athugasemdakerfi.

2. Fínt væri að heyra frá fleirum hvort þeir hyggist mæta í Söllagrill II þann 11. ágúst.

Staðfestir eru að mæti:
* Ásgeir
* Brynjar
* Hössi
* Jommi
* Kári
* Rósi
* Grjóni
* Bessi
* Svenni


Staðfestir að mæti ekki:
* Hlynur
* Villi S


Fínt væri að fá upplýsingar frá fleirum svo að fara megi að ráðgera skiptingu eigna félagsins, hversu mikinn mat á að kaupa o.s.frv. Einnig er opið fyrir skráningu í matarnefnd, en í þetta sinn er planið að bjóða upp á grillaða hamborgara ásamt meðlæti. Látið vita í athugasemdakerfi.

Kv,
Ásgeir

Monday, July 30, 2007

Söllagrill II

Sæliblessi,

Á KS fundi síðasta föstudag var ákveðið að leggja eftirfarandi tillögu fram á heimasíðu félagsins þar sem félagsmenn geta rætt um hana og greitt henni atkvæði.

1. Söllenbergers notfærir sér snögga veikingu krónunnar og selur Rússabréfin. Það fé sem fæst með sölu bréfanna verði lagt inn á bankareikning félagsins.

2. Þann 11. ágúst verði haldið Söllagrill II. Í tengslum við grillið verður bankareikningur félagsins tæmdur og innistæðu hans skipt á milli félagsmanna þannig að:
a) Þeir sem koma í grillið fá allir sömu upphæð á mann sem fer í að niðurgreiða matinn
b) Þeir sem koma ekki í grillið fá borgað skv. því hversu mikið fé þeir lögðu í félagið
c) Upphæð sem reiknast á hvern og einn verður nánar tilgreind þegar að ljóst er hve mikil mæting verður í grillið
Eftir grillið er svo stefnt að heljarinnar kveðjupartýi

3. Eftir grillið verður eiginfjárstaða félagsins 0 kr (að fráskildum væntum vöxtum sem koma á bankareikninginn um áramótin). Þannig verður búið að hreinsa borðið og Fjárfestingafélaginu Söllenbergers býðst að hefja leik á ný, laust við allar erjur um það hvernig fjármunum félagsins hefur verið ráðstafað hingað til. Fjárhagur Fótboltafélagsins og Fjárfestingafélagsins verður algjörlega aðskilinn og allir þeir sem vilja taka þátt í fjárfestingastarfseminni þurfa að kaupa sig inn á nýjan leik. Þannig verður enginn tilneyddur til að taka þátt í fjárfestingastarfseminni og hótanir um málaferli vegna starfseminnar tilheyra vonandi sögunni til. Íslenska réttakerfið hefur fengið nóg af Söllenbergerum fyrir næstu áratugi.

4. Haldinn verði stofnfundur Fjárfestingafélagsins og skipuð nefnd sem útfærir starfsemi þess nánar.

Kv,
Ásgeir

Thursday, July 26, 2007

Fjárhagsárið hálfnað

Sæliblessi,

Nú fer að líða að því að við þurfum að skila hálfsársuppgjöri til Kauphallarinnar. Af þeim sökum er réttast að birta nokkrar lykiltölur á meðan að leitað er að löggiltum endurskoðanda sem ræður við þær stóru tölur sem finna má í reikningum okkar.

Fjárhagsstaða félagsins er jákvæð um 0.000028103 milljarða sem er aukning um fullt af prósentum frá því í fyrra. Eignir félagsins skiptast í
* Bankareikningur: 6.853 kr
* Rússabréf: 21.250 kr

Þar sem að ég tek bráðum til starfa í útibú Söllenbergers í Danmörku held ég að það sé skynsamlegt að við losum um peninginn í Rússabréfunum (sem eru á mínum vörslureikningi) því að ég mun eiga erfiðara með að fylgjast með þeim frá Danmörku. Einnig legg ég til að fundinn verði annar gjaldkeri til að taka við hlutverki mínu meðan ég verð úti, í.þ.m. nenni ég trauðla að fljúga til Íslands og borga konunum í íþróttahúsinu leigukostnað.

Ég vil því athuga hvað þið viljið gera við peninginn úr Rússabréfunum, hvort þið viljið endurfjárfesta, einungis fjárfesta með gróðanum eða bara taka allan peninginn sem félagið á og slá upp hörkugrillveislu til að kveðja þá sem halda til starfa í útibúum Söllenbergers í Skandinavíu núna í haust. Tillögur óskast í athugasemdakerfi.

Kv,
Ásgeir

Monday, July 23, 2007

Mánudagsbolti

Kemst einhver í bolta í kvöld?

Wednesday, July 18, 2007

Nokkrir synir Sullenbergers ætla að heiðra kónginn með því að leika knattspyrnu á Camp Juice/Swan um áttaleytið í kvöld. Gaman væri að sjá sem flest andlit og sem flesta fríska fætur á vellinum.

Thursday, July 12, 2007

Fimmtudagsbolti

Hvað segja menn, eru ekki allir til í hörkubolta á eftir í góða veðrinu? Spurning um að hittast á Camp Safamýri 20 eða 21? Kv, Ásgeir

Monday, June 25, 2007

Söllaelítan

Tókst að klúðra fókusinum...

Friday, June 22, 2007

Jæja þá er það ákveðið

Á morgun munu Söllar hittast hjá Ferstiklu sem er í norðurhlíðum Hvalfjarðar. Þar rétt hjá er tjaldsvæði sem okkur stendur til boða. Við munum hittast þar um sex leytið og slá upp búðum. Þegar því er lokið tekur við stanslaust stuð með fótbolta, grilli og hinu alíslenska útileguskralli. Þarna rétt hjá er síðan sundlaug en auk þess er stutt í Saurbæjarkirkju fyrir menningarvitana og Vatnaskóg fyrir barnaníðingana.

Ef fólk er í vandræðum með að finna Ferstiklu þá bendum við á:

http://hotelglymur.is/stadsetning.htm

en hótel Glymur er við hliðina á téðu pleisi.

Eftirtaldir koma eða eru mjög líklegir:

Ásgeir, Bessi, Höskuldur, Húni, Jón, Rósant, Sigrún, Salvör, Sigurjón, Sveinn, Þorsteinn.

Við viljum benda þeim sem eru að vinna á laugardaginn á að það er 50 mín akstur að Ferstiklu frá bænum og því lítið mál að skjótast strax eftir vinnu.

Söllaútilega

Eins og glöggir menn taka eftir er gamla Söllasíðan komin upp aftur. Það verður þó vonandi einungis til bráðabirgða og glæsileg síða mun rísa upp ef heppnin er með okkur. En þá að efni þessara skrifa.
Eins og allir vita á sjálfur Jón Gerald Sullenberger afmæli á sunnudaginn. Af því tilefni verður mikið um hátíðahöld og hafa nokkrir Söllar úr Borgartúninu tekið sig saman og skrifað pistil. Hann fer hér á eftir:

" Okkur í Borgartúninu langar til að varpa fram einni vægast sagt crazy hugmynd: Á morgun munu starfsmenn Kaupþings ganga Leggjabrjót en það er gönguleið frá Þingvöllum og inn í botn Hvalfjarðar. Ef allt gengur eftir verðum við komin heilu á höldnu inn í botn Hvalfjarðar um fjögur leytið á morgun. Samkvæmt veðurspánni verður frábært veður á morgun og því leiðinlegt að halda aftur í bæinn þegar maður gæti haldið áfram að njóta þeirrar óspilltu náttúruperlu sem Hvalfjörðurinn er. Okkur langar því til að stinga upp á Söllaútilegu á Laugardaginn í Hvalfirðinum. Menn hittast í botni Hvalfjarðar með tjöld og hvaðeina um miðjan dag. Því næst slá menn upp búðum á einhverju af hinum fjölmörgu tjaldsvæðum sem þar finnast en þó helst á tjaldsvæði sem býður upp á fallegt og slétt tún (fyrir fótbolta). Síðan spilum við fótbolta í góða veðrinu, grillum og höfum það gaman. Veðurspáin er frábær: http://www.vedur.is/ Okkur starfsmönnum Kaupþings hefur lengi dreymt um Söllaútilegu. Hví ekki að sameina aðal hátíðardag okkar Söllenbergers manna, skemmtilega útilegu, gott veður og fallega náttúru? Bestu kveðjur, Höskuldur Pétur Halldórsson Jón Emil Guðmundsson Rósant Ísak Rósantsson " Tjáið endilega áhuga hér í kommentakerfinu, þetta gæti orðið besta Söllaútilegan hingað til!

Saturday, June 16, 2007

Bolti 17/06/07 kl. 14:00

Hvað segið þið, hverjir eru til í þjóðhátíðarbolta kl. 14, jafnvel í Safamýrinni?

Kv,
Ásgeir

Tuesday, May 15, 2007

18. maí skal það vera

Það tilkynnist hér með að grillveisla mikil verður haldin að Barðaströnd 14 á Seltjarnarnesi.
  • Mæting er til mín ekki mikið seinna en 19.00 og spjótunum verður hent á grillið um klukkan kl. 19.30 en spjótanefndin segir ykkur nánar frá því hvernig matnum verður háttað.
  • Kl. 22.00 verðum við búnir að kyngja síðasta bitanum og komnir á fjórða bjór og þá opnar húsið fyrir aðstandendur, maka og skemmtilegt, jákvætt fólk.
  • Ég ætla að skríða undir heita pottinn á eftir og sjá hvort ég get gert við hann (ég er kallaður Brynjar pípari af þeim sem þekkja mig vel). Ég hvet ykkur því eindregið til að taka með ykkur sundskýlu og handklæði ef þið viljið prófa heita pottinn.
  • Farið verður niður í bæ um tvöleitið og skemmtuninni haldið áfram þar
  • Djöfull verður þetta gaman
Haldið áfram að tékka á þessari færslu af því að þetta gæti breyst lítillega þegar Ásgeir klárar síðasta prófið.
 
web statistics