Monday, July 30, 2007

Söllagrill II

Sæliblessi,

Á KS fundi síðasta föstudag var ákveðið að leggja eftirfarandi tillögu fram á heimasíðu félagsins þar sem félagsmenn geta rætt um hana og greitt henni atkvæði.

1. Söllenbergers notfærir sér snögga veikingu krónunnar og selur Rússabréfin. Það fé sem fæst með sölu bréfanna verði lagt inn á bankareikning félagsins.

2. Þann 11. ágúst verði haldið Söllagrill II. Í tengslum við grillið verður bankareikningur félagsins tæmdur og innistæðu hans skipt á milli félagsmanna þannig að:
a) Þeir sem koma í grillið fá allir sömu upphæð á mann sem fer í að niðurgreiða matinn
b) Þeir sem koma ekki í grillið fá borgað skv. því hversu mikið fé þeir lögðu í félagið
c) Upphæð sem reiknast á hvern og einn verður nánar tilgreind þegar að ljóst er hve mikil mæting verður í grillið
Eftir grillið er svo stefnt að heljarinnar kveðjupartýi

3. Eftir grillið verður eiginfjárstaða félagsins 0 kr (að fráskildum væntum vöxtum sem koma á bankareikninginn um áramótin). Þannig verður búið að hreinsa borðið og Fjárfestingafélaginu Söllenbergers býðst að hefja leik á ný, laust við allar erjur um það hvernig fjármunum félagsins hefur verið ráðstafað hingað til. Fjárhagur Fótboltafélagsins og Fjárfestingafélagsins verður algjörlega aðskilinn og allir þeir sem vilja taka þátt í fjárfestingastarfseminni þurfa að kaupa sig inn á nýjan leik. Þannig verður enginn tilneyddur til að taka þátt í fjárfestingastarfseminni og hótanir um málaferli vegna starfseminnar tilheyra vonandi sögunni til. Íslenska réttakerfið hefur fengið nóg af Söllenbergerum fyrir næstu áratugi.

4. Haldinn verði stofnfundur Fjárfestingafélagsins og skipuð nefnd sem útfærir starfsemi þess nánar.

Kv,
Ásgeir

8 comments:

Anonymous said...

Mér líst stórvel á þetta allt saman. Það væri gaman að fá sem flesta í grillið og gleðina sem á eftir mun fylgja.

kv. Sveinn

Anonymous said...

Ég fékk fyrirmæli um að styðja þessa hugmynd (Ásgeir: Ég var að skrifa færslu á Söllabloggið, það væri ágætt ef þið færuð á síðuna og lýstuð yfir stuðningi)

Anonymous said...

Sökum yfirsjónar þess sem að ofan ritað fékk ég hins vegar ekki þessi fyrirmæli frá Ásgeiri en ég styð þetta engu að síður!

kveðja
Bessi

Kári said...

Ég styð þetta sjálfviljugur.

Brynjar said...

Þetta er frábær tillaga. Fær mitt atkvæði

Brynjar said...

Ég vil líka stinga upp á bolta á fimmtudagskvöldið stundvíslega kl. 21

Anonymous said...

Styð báðar tillögur. Þ.e.a.s. grillveislu þann 11. og bolta á morgun.

Unknown said...

Ég er meira en til í bolta... búinn að bíða lengi eftir þessu ;)

 
web statistics