Tuesday, April 22, 2008

Næstu laugardagar

Sælir, Söllar. Við skuldum íþróttahúsinu 16.500 krónur. Á Söllareikningnum góða eru hins vegar 17.393 krónur og því eigum við samtals 893 krónur. Hver laugardagsbolti kostar 3.000 krónur og því er ljóst að við höfum ekki efni á næsta laugardag, nema við fáum okkur bara sælgæti. Hvað viljum við taka marga innibolta til viðbótar? Eftir tæpar tvær vikur fara margir Söllar í laugardagspróf og því held ég að sá laugardagur sé ónýtur. Hins vegar virtist vera almennur hugur í mönnum að taka einn lokainnibolta næsta laugardag. Hann væri þá jafnframt síðasti innibolti þeirra Sölla sem halda út í heim í haust. Hvað segið þið, kæru Söllar? Eigum við að taka einn bolta í viðbót? Við þyrftum þá að fjármagna hann með einhverjum hætti (mér dettur hlutavelta í hug). Að sjálfsögðu er stefnan svo tekin á a.m.k. vikulegan útibolta í sumar.

Wednesday, April 09, 2008

Einn, tveir og Söllenbergers

A.m.k. ég, Svenni og Hössi erum búnir að kaupa miða til Barcelona án forfallatryggingar. Þar með eru hjólin byrjuð að snúast allsvakalega. Nú þurfa aðrir bara að drífa í að panta miða og staðfesta. Við þurfum nefninlega að fá tölu á þetta svo hægt sé að panta íbúð.

Friday, April 04, 2008

Hugmyndir um hótel

Nú verðum við að skoða þetta af alvöru og helst að finna þetta um helgina. Höldum áfram að bæta í safnið:)
 
web statistics