Tuesday, April 22, 2008

Næstu laugardagar

Sælir, Söllar. Við skuldum íþróttahúsinu 16.500 krónur. Á Söllareikningnum góða eru hins vegar 17.393 krónur og því eigum við samtals 893 krónur. Hver laugardagsbolti kostar 3.000 krónur og því er ljóst að við höfum ekki efni á næsta laugardag, nema við fáum okkur bara sælgæti. Hvað viljum við taka marga innibolta til viðbótar? Eftir tæpar tvær vikur fara margir Söllar í laugardagspróf og því held ég að sá laugardagur sé ónýtur. Hins vegar virtist vera almennur hugur í mönnum að taka einn lokainnibolta næsta laugardag. Hann væri þá jafnframt síðasti innibolti þeirra Sölla sem halda út í heim í haust. Hvað segið þið, kæru Söllar? Eigum við að taka einn bolta í viðbót? Við þyrftum þá að fjármagna hann með einhverjum hætti (mér dettur hlutavelta í hug). Að sjálfsögðu er stefnan svo tekin á a.m.k. vikulegan útibolta í sumar.

14 comments:

Anonymous said...

Líst vel á þetta...

kv. Svenni

Anonymous said...

Ég er til.

Brynjar said...

Ég á gamlan fjaðurpenna og fullt af medalíum sem gætu farið á góðan pening á tombólu

Anonymous said...

ég get selt fiskana mína, var að ná seiðum undan aulonocara hansbaenschi parinu mínu! Bróðir minn á líka nokkra flotta skotbikara sem hann á ekki skilið, getum selt þá.

Ásgeir said...

Ég ætla að viðra þá hugmynd að við könnum möguleika á að leigja völl næsta sumar, einu sinni í viku. Við erum allir uppteknir menn og þetta sífellda flakk á milli valla í hvert skipti sem við viljum taka bolta er sóun á dýrmætum tíma okkur. Nú er ég alls ekki að leggja til að við tökum aldrei "spontant" útibolta þegar að vel viðrar, ég held hins vegar að það gæti verið skynsamlegt að hafa einn fastan tíma þar sem að við þurfum ekki að bíða eftir að 10 ára strákar drulli sér af vellinum okkar.

Anonymous said...

ég er til í bolta á laugardag og styð einnig tillögu Ásgeirs

Anonymous said...

Jú heyrðu það gæti vel hugsast. Þurfum bara að finna hentugan völl sem er ekki allt of dýr.

Til í bolta á lau.

Þorsteinn Snæland said...

til í allt sem tengist öllu!

Hössi said...

Vel gekk að fjármagna síðasta boltann, meira að segja svo vel að við eigum núna 143 krónur. Þær verða að öllum líkindum notaðar til áfengiskaupa þegar við höldum Söllagleði í sumar.

Þorsteinn Snæland said...

glæsilegur lokabolti og glæsileg peningastaða!!

Kári said...

Hvernig væri að kaupa kók handa Bessa fyrir peninginn?

Þorsteinn Snæland said...

já í stað þess að hann þurfi að fá næringu úr kosningaseðlum.

Anonymous said...

það er fínt til að þamba þegar ég er búinn með kjörseðlinn!

Anonymous said...

Haha.

 
web statistics