Friday, June 22, 2007

Söllaútilega

Eins og glöggir menn taka eftir er gamla Söllasíðan komin upp aftur. Það verður þó vonandi einungis til bráðabirgða og glæsileg síða mun rísa upp ef heppnin er með okkur. En þá að efni þessara skrifa.
Eins og allir vita á sjálfur Jón Gerald Sullenberger afmæli á sunnudaginn. Af því tilefni verður mikið um hátíðahöld og hafa nokkrir Söllar úr Borgartúninu tekið sig saman og skrifað pistil. Hann fer hér á eftir:

" Okkur í Borgartúninu langar til að varpa fram einni vægast sagt crazy hugmynd: Á morgun munu starfsmenn Kaupþings ganga Leggjabrjót en það er gönguleið frá Þingvöllum og inn í botn Hvalfjarðar. Ef allt gengur eftir verðum við komin heilu á höldnu inn í botn Hvalfjarðar um fjögur leytið á morgun. Samkvæmt veðurspánni verður frábært veður á morgun og því leiðinlegt að halda aftur í bæinn þegar maður gæti haldið áfram að njóta þeirrar óspilltu náttúruperlu sem Hvalfjörðurinn er. Okkur langar því til að stinga upp á Söllaútilegu á Laugardaginn í Hvalfirðinum. Menn hittast í botni Hvalfjarðar með tjöld og hvaðeina um miðjan dag. Því næst slá menn upp búðum á einhverju af hinum fjölmörgu tjaldsvæðum sem þar finnast en þó helst á tjaldsvæði sem býður upp á fallegt og slétt tún (fyrir fótbolta). Síðan spilum við fótbolta í góða veðrinu, grillum og höfum það gaman. Veðurspáin er frábær: http://www.vedur.is/ Okkur starfsmönnum Kaupþings hefur lengi dreymt um Söllaútilegu. Hví ekki að sameina aðal hátíðardag okkar Söllenbergers manna, skemmtilega útilegu, gott veður og fallega náttúru? Bestu kveðjur, Höskuldur Pétur Halldórsson Jón Emil Guðmundsson Rósant Ísak Rósantsson " Tjáið endilega áhuga hér í kommentakerfinu, þetta gæti orðið besta Söllaútilegan hingað til!

8 comments:

Anonymous said...

Töffarar:

Ásgeir
Höskuldur
Jón
Rósant
Salvör
Sveinn

Ert þú töffari?

Anonymous said...

Ég er ekki viss hvort útilega er málið fyrir mig, en ég veit að ég hefði mun frekar vilja spila fótbolta í gær en að horfa á hann. Jafnvel þó þær hafi unnið 5-0. :)

Anonymous said...

Ég verð að fá að útfæra þetta komment frá Halla. Það er jafn leiðinlegt að horfa á stelpur spila fótbolta og að spila með þeim!

Anonymous said...

já þetta er góð hugmynd!

þetta kemur bara soldið seint á dagskrá fyrir mig...ég gæti og mun væntanlega líta við á leið minni út á land og verið megnið af laugdkvöldinu!
ég reyni eins og ég get

kv þorsteinn planari

Anonymous said...

Það eru þá komnir 8 með Þossa þar sem að Sigrún hans Ásgeirs mætir líka. Greinilegt að enginn lætur orð deepthroats á sig fá. Enda sjaldan sem eitthvað viturlegt kemur úr þeim hálsi.

Anonymous said...

Ég er að vinna um nóttina... en vafalaust kíki ég í nokkra klukkutíma

Anonymous said...

Þessi fína uppástunga kom því miður aðeins of seint fyrir mig. Er á leið í bústað austur í Landssveit. Skemmtið ykkur vel!

Kári said...

Landssveit? Hvernig segir maður það á ensku?

Country country.

Annars veit helzta fólk að ég kemst ekki.

 
web statistics