Friday, June 22, 2007

Jæja þá er það ákveðið

Á morgun munu Söllar hittast hjá Ferstiklu sem er í norðurhlíðum Hvalfjarðar. Þar rétt hjá er tjaldsvæði sem okkur stendur til boða. Við munum hittast þar um sex leytið og slá upp búðum. Þegar því er lokið tekur við stanslaust stuð með fótbolta, grilli og hinu alíslenska útileguskralli. Þarna rétt hjá er síðan sundlaug en auk þess er stutt í Saurbæjarkirkju fyrir menningarvitana og Vatnaskóg fyrir barnaníðingana.

Ef fólk er í vandræðum með að finna Ferstiklu þá bendum við á:

http://hotelglymur.is/stadsetning.htm

en hótel Glymur er við hliðina á téðu pleisi.

Eftirtaldir koma eða eru mjög líklegir:

Ásgeir, Bessi, Höskuldur, Húni, Jón, Rósant, Sigrún, Salvör, Sigurjón, Sveinn, Þorsteinn.

Við viljum benda þeim sem eru að vinna á laugardaginn á að það er 50 mín akstur að Ferstiklu frá bænum og því lítið mál að skjótast strax eftir vinnu.

5 comments:

Jón Emill said...

Villist var opinn fyrir hugmyndinni um að fara aftur heim um kvöldið.

Þorsteinn Snæland said...

er það bara ég eða veit hótel Glymur ekki hvar Rvk er eða Keflavík? :)

Ásgeir said...

Ég þakka fyrir góða ferð

Jón Emill said...

Já takk sömuleiðis

Anonymous said...

ég þakka líka góða ferð - þrátt fyrir að hafa ekki komist.

saknaði ykkar...sniffsniff

 
web statistics