Monday, May 26, 2008
Leigja völl í sumar?
Sælir, Söllar. Það er oft erfitt að smala mönnum í bolta á sumrin og því hefur þeirri hugmynd verið fleygt fram að við leigjum gervigrasvöll. Rósant Ísak hafði samband við Fífuna sem er yfirbyggður gervigrasvöllur í Kópavogi. Hún á nokkra lausa tíma, m.a. klukkan 20:00 á miðvikudögum. Hvert skipti kostar 6.000 krónur og við fáum afnot af fjórðungi vallarins í klukkutíma. Þetta ætti að henta vel fyrir hóp af okkar stærð og eflaust væri pláss fyrir nýja sumarsölla. Er áhugi fyrir þessu? Látið í ykkur heyra. Þessi tímasetning er örugglega ekki sú eina sem kemur til greina.
Að mínu mati hefur þetta fyrirkomulag tvo stóra kosti. Í fyrsta lagi yrðum við með fastan vikulegan tíma og losnuðum því við hina hvimleiðu og óskilvirku boltasmölun. Í annan stað þyrftum við ekki lengur að leita um allan bæ að lausum sparkvelli.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Ég er til.
Snilldarhugmynd.. ég er til í þetta
Mér líst vel á þessa hugmynd.
Í þriðja lagi missum við af sumrinu sem er, jú, utandyra.
Ég veit alveg að þessi tillaga gerir ekki ráð fyrir niðurfellingu útibolta en þið getið ekki haldið því fram að Fífan hafi engin áhrif á fjölda og gæði útiboltanna.
Í fjórða lagi er þetta augljóslega dýrara en að taka einungis útibolta.
Ég tek fjórða lagið auðvitað strax til baka af því að í þessi hópur verður alltaf eitt stórt KOMMON! þegar maður sýnir minnstu nízku.
Að þessu sögðu vil ég samt lýsa yfir áhuga mínum á að vera með nái þessi hugmynd fram að ganga en ég tel um 90 prósenta líkur á þeirri framgöngu. Virk kvöld kl. 21 myndu líklega henta mér betur.
fokk ég var búinn að skrifa endalaust mikið og svo bara dettur það út eins og rósi á föstudegi!
en ok í fyrsta lagi þá er alveg hægt að finna e-n ákveðinn tíma án þess að selja annað lungað úr sér. ég er sjálfur í þannig hóp sem að hittist á útivelli einu sinni í viku á ákveðnum tíma án þess að panta tíma eða borga neitt.
mér finnst líka að við eigum að nýta sumarið og vera úti, það er e-r meiri sjarmi yfir því. og jújú það er líka hægt að fara á útivöll samfara þess að spila í Fífunni, en það eru litlar líkur á því að við munum hittast oftar en einu sinni í viku.
svo er ein klst ekki fullnægjandi fyrir okkur. við þekkjum það á inniboltanum og oft þegar við erum úti þá erum við mun lengur en ein klst. auk þess að Húni myndi bara ná að spila í ca 7 mín.
ég er þó jákvæður þannig lagað á þessa hugmynd en mér finnst þetta soldið dýrt fyrir að vera að missa af sumrinu og þurfa að vera skikkaðir til að hætta á ákveðnum tíma.
áfram söllar!
Ef að þessi hugmynd nær ekki fram að ganga erum við Rósi með pantaðan einkatíma í saununni í Vesturbæjarlauginni svo okkur þarf ekki að leiðast...
Ég er fylgjandi því að hafa boltann utanhúss... Við getum þá frekar leigt Fífuna á veturna
Það kemur mér pínu á óvart hversu fáir taka vel í þessa hugmynd.
Til að halda góðan bolta þarf góða mætingu og myndi ég halda að fastur tími og öruggt pláss á velli stuðlaði að því. Ef vel viðrar er auðvitað haldinn útibolti því góður útibolti í góðu veðri verður seint toppaður, bara að hafa amk einn fastan bolta í viku finnst mér vera nauðsynlegt.
Kannski eru menn ekki sáttir við að þurfa að skuldbinda sig en þetta hefur gengið vel í vetur og hvers vegna ætti það sama ekki að vera uppi á teningnum núna?
Ég tel að Innibolti í Fífunni stuðli að markvissari og betri bolta heldur en ella.
En hvernig er það. Nú veit ég að Rósi sendi líka póst á Reykjavíkurborg, sem hefur umsjón með útigervigrasvöllum íþróttafélaganna. Kom eitthvað svar við því?
Ég hef alls ekki neitt á móti því að vera með fastann tíma í fótboltanum í sumar, ég er meira að segja mjög hlynntur því... málið er bara að ég er kominn með upp í háls af því að vera í íþróttum innanhúss, tala nú ekki um að þegar maður er að vinna innandyra og bíður eftir að komast út í góða veðrið allan daginn að fara þá inn í fótbolta. Frekar spila ég undir berum himni þótt það sé rigning og rok.
Post a Comment