Tuesday, June 24, 2008

Fjármögnun

Væri ekki vit að reyna að fjármagna félagið með einhverjum hætti? Væri ekki sniðugt að taka lán í jenum og/eða svissneskum frönkum? Er ekki líklegt að krónan sé að nálgast botninn margfræga? Flott að taka lán upp á svona 80 milljónir til 40 ára eftir ca. hálft ár og kaupa eins og eitt stykki raðhúsalengju af verktaka í fjárkröggum. Við getum svo leigt lengjuna út og reynt að halda út þangað til markaðurinn lagast. Lánið reynum við svo að borga upp á svona 30 árum og þá verður þetta bara eintóm gleði og hamingja í ellinni. Datt bara í hug að starta umræðu um fjárfestingar þar sem þetta á að heita fjárfestingafélag. Endilega komið með innlegg.

1 comment:

Anonymous said...

Setti þetta á vitlausa færslu fyrst, hér kemur þetta aftur:

Hljómar vel, ég er til í að leggja pening um leið og ég má (bölvaðar reglur frá Fjármálaeftirlitinu sem banna okkur bankamönnunum að braska meðan við erum starfsmenn þar...)

 
web statistics