Friday, July 04, 2008

Uppfærsla

Eftirfarandi aðilar hafa greitt grill + stofngjald þegar þetta er skrifað (kl. 18:17 föstudaginn 4. júlí):
*Ásgeir
*Brynjar
*Kári
*Vilhjálmur Alvar

Eins og sjá má eru þetta ekki nærri því allir sem ætla sér að koma á morgun svo ég hvet ykkur til að ganga frá greiðslu sem allra fyrst. Stefnan er að fara í búð eftir hádegi á morgun svo að mikilvægt er að þetta verði greitt fyrir hádegi á morgun eða ég látinn vita ef menn ætla að mæta en hafa ekki greitt.

Til að það komi fram í færslu en ekki bara athugasemdakerfi eru makar velkomnir með á morgun, þetta yrði þá fyrsta Fjölskyldu-Söllagrillið. Stefnan er svo sett á bolta á morgun í kringum 14, sund eftir boltann og svo heim til Brynjars en nánari tímasetningar verða auglýstar í kvöld eða á morgun.

--- Uppfærsla kl. 21:30 ---
Því miður er ég ekki með auðkennislykilinn við hendina svo ég get ekki uppfært listann yfir þá sem eru búnir að borga. Hins vegar er orðið ljóst hvernig planið á morgundeginum verður. Matarnefnd fer og kaupir inn kl. 13:00 en fæstir sem lesa þetta þurfa að hafa áhyggjur af því. Síðan er stefnt að stofnfundsbolta kl. 14:15 á stóra gervigrasinu við Neslaug sem stendur yfir í ca. tvo tíma, þegar hann er búinn kl. 16:15 löbbum við svo út af vellinum og beint í sund. Sundið er ca. einn og hálfur tími svo kl. 17:45 ættum við að vera farnir upp úr lauginni. Þá eru tveir möguleikar í stöðunni sem mönnum er frjálst að velja á milli, annars vegar að fara beint til Binna og vera komnir þar kl. 18:00 sem krefst þess að menn hafi þau föt sem þeir vilja vera í um kvöldið með í bolta og sund, eða þá að menn fari heim til sín aftur, skipti um föt og komi svo til Binna. Þeir sem taka seinni kostinn eru beðnir um að vera komnir til Binna kl. 19 helst (nema þá þeir sem eru löglega afsakaðir). Kl. 19 ætti eldamennskan að vera komin vel á veg og menn byrjaðir að sulla í bjór, fyrstu búrgerarnir ættu að byrja að snarka á grillinu kl. 19:20 og þeir ættu að koma af grillinu kl. 19:30 þegar fyrstu Söllar ættu að fá sinn fyrri búrger. Að mati loknum verður svo almenn drykkja og svall eins og segir í uppkasti að lögum félagsins.

Kv,
Ásgeir

7 comments:

Anonymous said...

búinn að borga! sorry seinaganginn.

ég borgaði alles en það er ekki alveg víst að ég mæti fyrr en upp úr kl 20.

mágur hans arons má ekki borða hamborgarana mína :)

Anonymous said...

Ég er búinn að borga.

Sv1 said...

Búinn að borga

Anonymous said...

Borgaði og sendi færslu á okursíðu dr. Gunna! Grillveislurnar hjá FC-Ferró eru miklu ódýrari!

Anonymous said...

Ég borgaði stofnfélagsgjald, kemst ekki í grillið en mæti aðeins seinna um kvöldið.

Brynjar said...

hildur kemur í grillið, borga við fyrsta tækifæri

Þorsteinn Snæland said...

takk fyrir mig.

aldeilis skemmtilegt kvöld og nótt!

 
web statistics