Friday, August 15, 2008

Söllakveðjuhóf

Sælir, söllar. Eins og þið allir vitið þá munu nokkrir söllar yfirgefa landið í haust og halda út í hinn stóra heim. Þessa sölla þarf að kveðja og því verður haldinn sölladagur á morgun, laugardag. Gróft plan er svohljóðandi: Byrjum daginn á því að horfa á handboltaleikinn sem hefst klukkan 12:40, síðan skellum við okkur í söllasund í Vesturbæjarlauginni, borðum svo pitsu á Eldsmiðjunni og loks förum við heim til Hlyns þar sem við drekkum, syngjum og skemmtum okkur við undirleik ipods Hemma. Hvernig lízt ykkur á þetta? Hverjir sjá fram á að geta tekið þátt? Nánari tímasetningar munu birtast sem athugasemdir.

5 comments:

Anonymous said...

Horft verður á leikinn heima hjá Hlyni

Sv1 said...

Flott

Anonymous said...

Jæja, hvernig er svo stemningin heima hjá Hlyni? Ha, er enginn mættur?

Anonymous said...

neinei klukkan er bara farin að nálgast 1 og allir eru farnir

Anonymous said...

allveg yndisleg kanillykt heima eftir þetta partí.

 
web statistics