Monday, June 25, 2007

Söllaelítan

Tókst að klúðra fókusinum...

Friday, June 22, 2007

Jæja þá er það ákveðið

Á morgun munu Söllar hittast hjá Ferstiklu sem er í norðurhlíðum Hvalfjarðar. Þar rétt hjá er tjaldsvæði sem okkur stendur til boða. Við munum hittast þar um sex leytið og slá upp búðum. Þegar því er lokið tekur við stanslaust stuð með fótbolta, grilli og hinu alíslenska útileguskralli. Þarna rétt hjá er síðan sundlaug en auk þess er stutt í Saurbæjarkirkju fyrir menningarvitana og Vatnaskóg fyrir barnaníðingana.

Ef fólk er í vandræðum með að finna Ferstiklu þá bendum við á:

http://hotelglymur.is/stadsetning.htm

en hótel Glymur er við hliðina á téðu pleisi.

Eftirtaldir koma eða eru mjög líklegir:

Ásgeir, Bessi, Höskuldur, Húni, Jón, Rósant, Sigrún, Salvör, Sigurjón, Sveinn, Þorsteinn.

Við viljum benda þeim sem eru að vinna á laugardaginn á að það er 50 mín akstur að Ferstiklu frá bænum og því lítið mál að skjótast strax eftir vinnu.

Söllaútilega

Eins og glöggir menn taka eftir er gamla Söllasíðan komin upp aftur. Það verður þó vonandi einungis til bráðabirgða og glæsileg síða mun rísa upp ef heppnin er með okkur. En þá að efni þessara skrifa.
Eins og allir vita á sjálfur Jón Gerald Sullenberger afmæli á sunnudaginn. Af því tilefni verður mikið um hátíðahöld og hafa nokkrir Söllar úr Borgartúninu tekið sig saman og skrifað pistil. Hann fer hér á eftir:

" Okkur í Borgartúninu langar til að varpa fram einni vægast sagt crazy hugmynd: Á morgun munu starfsmenn Kaupþings ganga Leggjabrjót en það er gönguleið frá Þingvöllum og inn í botn Hvalfjarðar. Ef allt gengur eftir verðum við komin heilu á höldnu inn í botn Hvalfjarðar um fjögur leytið á morgun. Samkvæmt veðurspánni verður frábært veður á morgun og því leiðinlegt að halda aftur í bæinn þegar maður gæti haldið áfram að njóta þeirrar óspilltu náttúruperlu sem Hvalfjörðurinn er. Okkur langar því til að stinga upp á Söllaútilegu á Laugardaginn í Hvalfirðinum. Menn hittast í botni Hvalfjarðar með tjöld og hvaðeina um miðjan dag. Því næst slá menn upp búðum á einhverju af hinum fjölmörgu tjaldsvæðum sem þar finnast en þó helst á tjaldsvæði sem býður upp á fallegt og slétt tún (fyrir fótbolta). Síðan spilum við fótbolta í góða veðrinu, grillum og höfum það gaman. Veðurspáin er frábær: http://www.vedur.is/ Okkur starfsmönnum Kaupþings hefur lengi dreymt um Söllaútilegu. Hví ekki að sameina aðal hátíðardag okkar Söllenbergers manna, skemmtilega útilegu, gott veður og fallega náttúru? Bestu kveðjur, Höskuldur Pétur Halldórsson Jón Emil Guðmundsson Rósant Ísak Rósantsson " Tjáið endilega áhuga hér í kommentakerfinu, þetta gæti orðið besta Söllaútilegan hingað til!

Saturday, June 16, 2007

Bolti 17/06/07 kl. 14:00

Hvað segið þið, hverjir eru til í þjóðhátíðarbolta kl. 14, jafnvel í Safamýrinni?

Kv,
Ásgeir
 
web statistics