Monday, May 26, 2008

Leigja völl í sumar?

Sælir, Söllar. Það er oft erfitt að smala mönnum í bolta á sumrin og því hefur þeirri hugmynd verið fleygt fram að við leigjum gervigrasvöll. Rósant Ísak hafði samband við Fífuna sem er yfirbyggður gervigrasvöllur í Kópavogi. Hún á nokkra lausa tíma, m.a. klukkan 20:00 á miðvikudögum. Hvert skipti kostar 6.000 krónur og við fáum afnot af fjórðungi vallarins í klukkutíma. Þetta ætti að henta vel fyrir hóp af okkar stærð og eflaust væri pláss fyrir nýja sumarsölla. Er áhugi fyrir þessu? Látið í ykkur heyra. Þessi tímasetning er örugglega ekki sú eina sem kemur til greina. Að mínu mati hefur þetta fyrirkomulag tvo stóra kosti. Í fyrsta lagi yrðum við með fastan vikulegan tíma og losnuðum því við hina hvimleiðu og óskilvirku boltasmölun. Í annan stað þyrftum við ekki lengur að leita um allan bæ að lausum sparkvelli.

Tuesday, May 06, 2008

Ferðatilhögun?

Binni tekur brokkið á ströndinni vel tanaður og flottur
Jæja litlu ferðasöllar! Það væri gaman að sjá hverju aðrir eru að missa af með því að sýna okkur gróft ferðaplan. Þó það væri nú ekki nema á hvaða hóteli þið eruð á og svo videre. Annars segi ég sjálfur góða skemmtun og góða ferð. ÞS
 
web statistics