Monday, December 29, 2008

Áramótabolti

Sælir,

Þurfum við ekki að nýta tækifærið og taka góðan bolta á meðan að Útrásar-Söllarnir eru á landinu? Hvernig líst mönnum á kl. 13 á morgun (þriðjudag) eða kl. 13 á gamlársdag? Camp East eða Lindó?

Kv,
Ásgeir

Tuesday, December 09, 2008

Søllefrokost 2008

Sælir verið Söllar,

Hér má finna auglýsingaplakat Søllefrokosts 2008. Eins og sjá má er dagskráin og matseðillinn ekki af verri endanum og því um að gera að millifæra sem fyrst yfir á glænýjan reikning félagsins, með kennitölu 671108-1910 (nýja Söllenbergers kennitalan!) og reikningsnúmeri 1154-05-403792. Líkt og glöggir menn taka eftir er 500 kr dýrara fyrir Sölla en maka á þennan fögnuð. Það er þó ekki vegna þess að makarnir borði minna eins og sumir gætu talið heldur er vinna komin af stað til að útbúa jólagjöf Söllenbergers 2008 sem verður ekki af lakari sortinni og því leggst þessi aukakostnaður ofan á matarverðið.

Líkt og venjan er á Söllaviðburðum er ætlast til þess að menn taki með sitt eigið áfengi en boðið verður upp á óáfenga drykki fyrir þá sem það vilja. Skv. Söllareglum verður afgangsfé svo eytt í sameiginlegt áfengi, líklegast fordrykk og mexíkóskt. Beinið endilega öllum spurningum í kommentakerfið á blogginu, vegginn á Feisbúkk eða skilaboðum til mín, Bessa, Svenna eða Þossa eftir því sem við á.

Kv,

Ásgeir

 
web statistics