Friday, June 27, 2008

Söllagrill

Stefnt er að fyrsta Söllagrilli sumarsins fyrstu helgina í júlí. Hvernig hentar sú tímasetning ykkur?

Tuesday, June 24, 2008

Fjármögnun

Væri ekki vit að reyna að fjármagna félagið með einhverjum hætti? Væri ekki sniðugt að taka lán í jenum og/eða svissneskum frönkum? Er ekki líklegt að krónan sé að nálgast botninn margfræga? Flott að taka lán upp á svona 80 milljónir til 40 ára eftir ca. hálft ár og kaupa eins og eitt stykki raðhúsalengju af verktaka í fjárkröggum. Við getum svo leigt lengjuna út og reynt að halda út þangað til markaðurinn lagast. Lánið reynum við svo að borga upp á svona 30 árum og þá verður þetta bara eintóm gleði og hamingja í ellinni. Datt bara í hug að starta umræðu um fjárfestingar þar sem þetta á að heita fjárfestingafélag. Endilega komið með innlegg.

Monday, June 02, 2008

Fastur tími í sumar

Sælir,

Við Hössi vorum að ræða um leigu á völlum í sumar og útibolta. Þar sem að útlit er fyrir að ekki náist nægileg stemmning fyrir að leigja Fífuna þýðir ekkert annað en að finna aðra lausn. Það sem að við komum niður á var að við ættum sem fyrst að finna fastan fótboltaspilunartíma sem við stefnum á að spila alltaf á í sumar og svo vonumst við bara eftir góðu boltafæri. Korteri fyrir áætlaðan boltatíma fara svo leitarteymi af stað frá Söllagrenunum (Vesturbær+Nes, Fossvogur o.s.frv.) og leita að lausum sparkvöllum á sínu svæði. Með háþróuðu samskiptakerfi láta leitarteymin svo hvert annað vita þegar laus völlur finnst og hin teymin taka stefnuna á lausa sparkvöllinn. Með þessu fyrirkomulagi ætti hámarksárangur að nást þar sem að strax frá upphafi náum við að kanna gífurlegan fjölda sparkvalla, og samkvæmt lögmáli hins mikla fjöldi ætti e-r þeirra að vera laus. Hvert leitarteymi ætti að ráða yfir bolta svo hægt yrði að byrja spilun strax, þá losnum við við hættuna af því að fullir 12 ára strákar reyni að reka okkur í burtu með ofbeldi.

Þá er það spurningin; Hvernig líst mönnum á þetta og hvaða fasta boltatíma ættum við að stefna að?

P.S. Það er mjög gott að fara í fótbolta hér í Fælledparken, vellirnir eru oftast lausir svo að ykkur langar í bolta um helgina mæli ég eindregið með Danmörku...

Sunday, June 01, 2008

Bolti kl. 20:30?

Valhúsaskóli eða einhver stærri völlur ef margir eru áhugasamir? Til? Því fljótari og meiri viðbrögð, því meiri líkur á boltanum auðvitað.
 
web statistics