Friday, March 31, 2006

Bara pæling

Það er spurning hvort að við ætlum að nota mynd af kallinum fyrir "logo" liðsins eða hvort við viljum eitthvað einfaldara og hugsanlega ódýrara í prentun. Hérna er ég aðeins að leika mér með "Baugslogoið".

Monday, March 27, 2006

Önnur mynd

Eftir gífurlegar undirtektir sem fyrsta logo liðsins hlaut ákvað ég að fresta skýrslugerð í eðlisfræði í smástund og gá hvort ég gæti ekki Warholað ídólið sjálft. Afraksturinn má sjá hér fyrir neðan. Allar uppástungur um skemmtilegar litasamsetningar vel þegnar... Ásgeir

Sunday, March 26, 2006

Afnám skipulagsleysis

Tillaga: Héðan í frá verður laugardagsboltinn haldinn klukkan 2 í Austurbæjarskóla. Ræðið, mótmælið eða samþykið. Helst ekki þegja því þannig virkar ekki lýðræði.

Friday, March 24, 2006

Stundvísi er dygð

Sælir piltar og Salvör, Fólki finnst kannski skrítið að maður sem ætlar að læra um kenningar skammtafræðinnar með allri sinni eðlislægu óvissu sé orðinn pirraður á tali um yfirstjórn án þess að vitað sé hverjir hana skipa. En ég er það, þ.e. ég er pirraður á þessu tali um stjórnir sem annað hvort eru leynistjórnir eða eru einfaldlega ekki til. Ég vil því leggja til að við hættum þessu tali um "yfirstjórnina" þangað til að við komum okkur saman um það hverjir hana skipa ef hún á yfirhöfuð að vera til. Mér finnst að þessi bloggsíða sé tilvalinn vettvangur fyrir "lýðræðislegar umræður" og jafnvel kosningar. Lengi vel hefur það verið skoðun mín að í staðinn fyrir að láta hanann á haugnum (a.k.a. spaðaásinn) segja okkur hvar boltinn sé, hvernig hann verði o.s.frv. þá sé betra að menn ákveði hlutina í sameiningu. Með þessu móti getum við sloppið við að þakka fólki fyrir að nenna að standa í þessu eins og einhver orðaði það og þakkað okkur sjálfum fyrir að hafa skoðun. Laugardagsboltinn stefnir nú að því að hafa lið í utandeildinni í sumar. Við stöndum því frammi fyrir spurningum eins og hvort einhver og þá hver eigi að: skrá liðið, finna búninga, íhuga mögulegar æfingar og halda utan um liðið t.d. með því að sjá um "innáskiptingar" manna í sumar (einhvers konar þjálfari). Að lokum velti ég fyrir mér hvort einhver geti sagt þeim sem minna veit hvar boltinn verði á morgun? Þetta var mín skoðun með Jóni Emil

Wednesday, March 22, 2006

Logo

Í miðri deilu um inni eða útibolta sá ég mér ekki annað fært en að gera uppkast að logo-i liðsins. Það má sjá hér fyrir neðan. Ásgeir

Tuesday, March 21, 2006

Hverjir koma á laugardag?

Ég er upptekinn til fjögur. Kemst líklega ekki, en þið?

Monday, March 20, 2006

Yfirstjórn

Orðið á götunni er að sjálfskipuð yfirstjórn boltans hefur tekið einhliða ákvörðun um að Söllenbergers muni ekki spila innandyra aftur fyrr en í haust. Málsgreinin að ofan er kannski ekki alveg sannleikanum samkvæm og kannski er orðalagið fullhart en ég vil vekja máls á þessu. Ég vil halda áfram að spila í litlum íþróttasal þar sem hitastig andrúmsloftsins á í fullu tré við hitann í leikmönnunum, sama hvort veturinn kemur aftur eða ekki. Ef ég er einn um þessa skoðun virði ég lýðinn en ef einhver er sammála mér skal/skulu sá/sú/þeir/þau hinn/hin/hinir sami/sama/sömu láta í sér heyra. Viljum við vera dálítið inni eða er málið að vera eins mikið úti og hægt er?

Saturday, March 18, 2006

ESS EMM ESS

Nú hef ég ritað lítið sætt SMS kerfi sem á að hjálpa Kára og öðrum boltaiðkendum að draga enn frekar úr því stressi sem virðist fylgja aðdraganda hverrar helgar. Til þess að þetta gangi nú upp þurfum við þó smá átak. Menn þurfa að athuga eftirfarandi
  • Þeir sem vilja fá sms um staðsetningu og stund boltans ásamt öðrumilkynningum (og tilboðum?) þurfa að koma til mín nafni sínu og símanúmeri, til dæmis með því að svara þessu bloggi.
  • Þeir sem þekkja einhver sem vill fá sömu sms en les ekki þessa síðu mega koma til mín nafni þess einstaklings og símanúmeri
  • Púkarnir sem vilja engin sms mega líka alveg láta mig vita svo ég geti tryggt að þeir fái engin sms
  • Þeir sem telja sig þurfa að senda sms einhvern tíman mega hafa samband við mig sem fyrst svo ég geti gefið þeim aðgang að sendingartólinu.
Fleira var það ekki.

Friday, March 17, 2006

Álver

Heyrzt hefur að laugardagsbolti verði á laugardaginn. Já, á Austurbæjarskólavelli klukkan tvö. Liðin verða líklega tvö. Liðin verða þannig skipuð að í öðru liðinu eru menn og konur sem eru fylgjandi álversframkvæmdunum á Húsavík (Höskuldur, Kári, Sigurjón, Sveinn og líklega fleiri). Í hinu liðinu eru þeir sem eru á móti umræddum álversframkvæmdum(Ásgeir, Jón Emil, Sigþór Bessi, Vilhjálmur og líklega fleiri). Nú gera menn sér grein fyrir því að það eru ekki allir sem taka svona eindregna afstöðu í þessu máli. En þeim óákveðnu verður einfaldlega skipt bróðurlega á milli liðanna. En til að gera leikinn skemmtilegri hvet ég alla til að mynda sér skoðun og berjast fyrir málefnin!
 
web statistics