Friday, March 17, 2006

Álver

Heyrzt hefur að laugardagsbolti verði á laugardaginn. Já, á Austurbæjarskólavelli klukkan tvö. Liðin verða líklega tvö. Liðin verða þannig skipuð að í öðru liðinu eru menn og konur sem eru fylgjandi álversframkvæmdunum á Húsavík (Höskuldur, Kári, Sigurjón, Sveinn og líklega fleiri). Í hinu liðinu eru þeir sem eru á móti umræddum álversframkvæmdum(Ásgeir, Jón Emil, Sigþór Bessi, Vilhjálmur og líklega fleiri). Nú gera menn sér grein fyrir því að það eru ekki allir sem taka svona eindregna afstöðu í þessu máli. En þeim óákveðnu verður einfaldlega skipt bróðurlega á milli liðanna. En til að gera leikinn skemmtilegri hvet ég alla til að mynda sér skoðun og berjast fyrir málefnin!

5 comments:

Kári said...

Kári, þú ert æði.

Jón Emill said...

hvað er í gangi á svára?

Kári said...

Ég veit það ekki. Ert þú með einhver sambönd sem við og skytturnar höfum ekki?

Jón Emill said...

nei veit bara að ég kemst ekkert inn á svára. Þið eruð kannski bara búnir að banna mig svo að aðrir geti komist að.

Bessi said...

Hvet alla þá sem er annt um landið (þ.e. í á móti álveri liðinu) að mæta í grænum bol!

 
web statistics