Monday, March 20, 2006

Yfirstjórn

Orðið á götunni er að sjálfskipuð yfirstjórn boltans hefur tekið einhliða ákvörðun um að Söllenbergers muni ekki spila innandyra aftur fyrr en í haust. Málsgreinin að ofan er kannski ekki alveg sannleikanum samkvæm og kannski er orðalagið fullhart en ég vil vekja máls á þessu. Ég vil halda áfram að spila í litlum íþróttasal þar sem hitastig andrúmsloftsins á í fullu tré við hitann í leikmönnunum, sama hvort veturinn kemur aftur eða ekki. Ef ég er einn um þessa skoðun virði ég lýðinn en ef einhver er sammála mér skal/skulu sá/sú/þeir/þau hinn/hin/hinir sami/sama/sömu láta í sér heyra. Viljum við vera dálítið inni eða er málið að vera eins mikið úti og hægt er?

2 comments:

Kári said...

Auðvitað þjónar það málstað ykkar hversu hópurinn hefur ört farið vaxandi. Ég held að það sé trix til að geta haldið áfram að vera úti. En munið orð mín:

Hvað gerist þá í haust? Splundrun?

Anonymous said...

Og til leiðréttingar:

Það voru átján í boltanum á laugardaginn, sautján án Maríu. Sveinn ekki lengi að gleyma ,,svindlinu" sínu.

 
web statistics