Wednesday, May 31, 2006

Tilkynning frá umhverfisarmi Söllenbergers

Drekkjum Valgerði en ekki Íslandi! --- Bætt við 18:06 Ég sé núna að þetta var e.t.v. of gróft. Það ætti að hnakkaskjóta hana fyrst.

Tuesday, May 30, 2006

Jæja krakkar!

Þetta gengur ekki. Þið verðið að fara að mæta á æfingar. Ég tek ekki við fleiri afsökunum. Við eigum trefla gegn kvefi, úrvalslið lækna gegn öklameiðslum, regngalla gegn rigningu auk þess sem svefn er fyrir aumingja! Takið ykkur nú Birgi Guðjónsson og Jón Stefánsson til fyrirmyndar og drullist til að fara að mæta!

Sunday, May 28, 2006

Margt mjög jákvætt

Jæja nú er fyrsti leikurinn búinn og 3-1 tap er staðreynd. Mér fannst við byrja leikinn sem sterkari aðilinn og hefðum við einfaldlega getað komist yfir á fyrstu mínútunum. Síðan fengum við á okkur tvö ódýr mörk með stuttu millibili og datt þá leikur liðsins niður. Í seinni hálfleik náðum við að rífa okkur upp með þeim afleiðingum að Brynjar skoraði flott mark. Eftir það fengum við nokkur færi en vorum óheppnir að skora ekki. Undir lokin tókst Hvatberum á einhvern undraverðan hátt að mjaka boltanum undir varnarvegginn og í fjærhornið! Við gáfumst samt ekki upp og átti Villi t.d. flottan skalla í lokin sem var varinn. Eftir leik tókust menn í hendur og þökkuðu jafnframt dómaranum fyrir vel unnið starf. Mér fannst hann standa sig mjög vel. Ég held að við getum lært mikið af þessum leik. Hvatberar voru hægir en skynsamir og nýttu færin sín vel. Þeir voru harðir en samt ekki of grófir. Tveggja fóta tækling eins þeirra var alveg lögleg þó að hún hefði einfaldlega getað brotið eins og einn ökla. Við sáum líka hvernig varnarmennirnir og markvörðurinn unnu saman. Þannig tókst þeim að tefja á sama tíma og þeir þreyttu sóknarmenn. Þrátt fyrir ósigur þá megum við ekki hengja haus og gleyma þeirri staðreynd að við spilum fótbolta vegna þess að hann er skemmtilegur. Það var margt jákvætt í leik liðsins og leiðin liggur bara upp á við. Næsti leikur er á fimmtudaginn og ég er strax farinn að hlakka til. Vil kannski á endanum biðjast afsökunar á því að hafa verið að spila þunnur. Hélt að ég gæti alveg eins spilað þunnur í þessum leik og maður hefur gert nokkrum sinnum í laugardagsboltanum. Þetta sýndi bara reynsluleysi mitt því auðvitað er það ekki sambærilegt að skokka um á litlum völlum eins og Camp East og að hlaupa eins og brjálæðingur á velli sem er alla vega fjórum sinnum stærri. Ég læri vonandi af mistökunum. En já, margt mjög jákvætt!

Saturday, May 27, 2006

Uppfærsla á vefsíðu

Hvað segja menn og kona um það að gera vefsíðu félagsins enn glæsilegri en hún er núna og fjárfesta í .com léni fyrir síðuna. Skv. áreiðanlegum heimildum kostar þannig víst ekki nema um 9 dollara á ári, og það er ekki einu sinni 9 dollarar á mann heldur 9 dollarar saman fyrir alla liðsmenn. Skv. mínu bókhaldi á félagið um 4600 afgangs eftir greiðslu búninga og keppnisgjalda og þar sem ég tel að þetta sé mjög skemmtilegt óþarfa prjál legg ég það hér með til að það verði tekið til alvarlegrar íhugunar að við tryggjum okkur soellenbergers .com

Monday, May 22, 2006

Lagabreytingatillaga

Vegna eindreginna óska Bessa (sbr. athugasemdar hérna) og dræmrar mætingar síðasta laugardag legg ég til að boltinn verði framvegis kl. 11 á laugardögum í sumar. Bessi verður að fá að vera þunnur í friði á morgnana en það munar um sérhvern klukkutíma hjá honum. Því yrði mjög gott að fresta boltanum, þá fengu allir tækifæri til að sofa aðeins lengur út...

Tuesday, May 16, 2006

Agareglur

Eftirfarandi agareglur verða víst í gildi í Carlsberg deildinni í sumar. Ég bið menn því um að lesa þær yfir, og vona að Rósant ársins og þeir sem kepptust um þann titil á árshátíðinni hagi sér skikkanlega í sumar... --- Í ár verða dómarar með rauðspjöld á sér líkt og í fyrra sem og vissulega gul. Þessi spjöld eru neyðarúrræði svo við vonumst að sjálfsögðu til að nota þau sem minnst. En á móti verðum við heldur ekkert ragir við að henda þeim á loft ef tilefni þykir til. Gult spjald er áminnnig og þýðir í raun bara að menn verði að fara varlega og sleppa slíkum brotum sem og þeir fá áminningu fyrir.Tvö gul spjöld þýðir rautt. Rautt spjald er útilokun frá leiknum. Enginn leikmaður kemur í stað þess leikmanns er fær rauðaspjaldið og leika þeir því þá 1 færri það sem eftir lifir leiks. Leikur telst tapaður ef leikmenn eru orðnir færri en 5. Þetta þýðir líka að ef færri en 5 leikmenn eru mættir þegar leikur á að fara fram telst hann tapaður. Leikið er eftir reglum um 7 mannabolta. Það má gefa á markmann og hann taka með höndum annar að flestu leiti hefðbundnar reglur. (Sjá ksi.is lög og reglugerðir) ekki er skylda að leika í legghlífum en við mælum eindregið með því að svo sé gert. Annar skyldubúnaður er treyja keppnisliðs/og eða samlitar treyjur allra leikmanna liðsins. Leikbönn: eru alla jafna ekki. Þannig að rautt spjald í leiknum á undann þýðir ekki leikbann. En stjórn deildarinnar er heimilt að dæma menn í bann ef menn ganga yfir velsæmismörk.

Saturday, May 13, 2006

Fótboltinn

Sælar Magnaður bolti í gær, en þó virtist mér fótboltinn sjálfur sem sparkað var í hafa verið kominn af glæstasta skeiði (með fullri virðingu fyrir þeim sem tók hann með, takk fyrir það). Nú þegar ég var að lesa undir prófið á mánudaginn tókst mér venju samkvæmt að stúta nokkrum kókflöskum, þar á meðal nokkrum af hinni nýju sumargerð. Ég hjó eftir því að þar stendur að fyrir 40 tappa fáist glæstur Adidas HM-fótbolti, gullhjúpaður og demantsettur (eða því sem næst) og sting ég því upp á því að Söllenbergarar safni saman í einn þannig bolta og geri hann að opinberum bolta félagsins. 40 tappar eru ekki margir fyrir okkur tappana í liðinu og því legg ég til að við drekkum, drekkum og drekkum og mætum svo með afreksturinn í næsta bolta. Þess má geta að ég er ekki á prósentum hjá Vífilfelli (allavega ekki opinberlega). 23.000 boltar eru í boði skv. upplýsingunum á flöskunni og því ekki seinna að vænna en að fara að opna næstu flösku sem þú sérð. Húrra!

Friday, May 12, 2006

Morgundagsboltinn!

Það verður að vera bolti á morgun. Klukkan 10:00 er vélin í fyrirlestri. Milli klukkan 10:00 og 21:00 ætla margir að læra. Því legg ég til að haldinn verði stuttur en skemmtilegur bolti 21:00.

Búningar

Það er auðvitað bolti á morgun Tjaldsvæði eystra klukkan tíu. Þeir sem mæta þá gætu haft heppnina með sér og orðið jafnsvalir og Kári á meðfylgjandi myndum.

Mótsgjald

Gengið hefur verið frá greiðslu mótsgjalds svo nú geta Söllenbergerar sofið rólegir. Hins vegar áttaði ég mig skyndilega á því að leikið verður í Efra-Breiðholtinu í sumar, og legg ég því til að í stað vesta af þeirri gerð sem við könnumst við úr MR kaupum við skotheld vesti, maður veit aldrei á hverju maður á von þarna...

Tuesday, May 09, 2006

Pabbi

Umsókn Jóns Geralds Sullenbergers um að Arngrímur Ísberg viki sæti vegna vanhæfni í máli hans var synjað í dag. Ef fleira blæs á móti okkar manni legg ég til að við leikum með sorgarbönd. Annars er búið að raða í sæti á einhvern mjög óskiljanlegan hátt: 1. Hausastaðir 2. Premier FC 3. Team Lebowski 4. Ginola 5. Bakkus 6. Hvatberar 7. FC Ferro 8. FC Dominoz 9. Black Barbara 10. Sollenbergers Það lítur út fyrir að erfitt klif upp töfluna sé það sem bíður okkar.

Sunday, May 07, 2006

Bolti í góða veðrinu

Þeir sem mættu ekki áðan misstu af miklu, frábært veður eins og þessar myndir sem teknar voru á Camp East áðan sanna: Sigurjón með góða tæklingu Og í nærmynd, sjáið hvernig hann sleppir ekki augunum af andstæðingnum! Villi leikinn með boltann Rósant gaf ekkert eftir og stökk einnig iðulega upp á menn til að fagna mörkum

Saturday, May 06, 2006

Bolti

á morgun? 10? 11? Nýta góða veðrið?

Tuesday, May 02, 2006

Næsti bolti

Hvenær vilja menn hafa hann? Fimmtudagskvöld? Laugardagsmorgunn/hádegi? Eftir próf? Komið með ykkar skoðun, ég er viss um að það gerir öllum gott að sparka í tuðru í prófatörninni. P.s. Ég er farinn að ydda felgulykilinn, drífið ykkur að borga...
 
web statistics