Saturday, May 27, 2006

Uppfærsla á vefsíðu

Hvað segja menn og kona um það að gera vefsíðu félagsins enn glæsilegri en hún er núna og fjárfesta í .com léni fyrir síðuna. Skv. áreiðanlegum heimildum kostar þannig víst ekki nema um 9 dollara á ári, og það er ekki einu sinni 9 dollarar á mann heldur 9 dollarar saman fyrir alla liðsmenn. Skv. mínu bókhaldi á félagið um 4600 afgangs eftir greiðslu búninga og keppnisgjalda og þar sem ég tel að þetta sé mjög skemmtilegt óþarfa prjál legg ég það hér með til að það verði tekið til alvarlegrar íhugunar að við tryggjum okkur soellenbergers .com

6 comments:

Bessi said...

Jááááá, svo er líka svo gaman að nördast!

Anonymous said...

brynjar er til

Bessi said...

Hvað skal segja, Hlynur?

Nei, málin standa víst þannig að nú er staða reiknings Söllenbergers -400 kr (en ekki 4600). Hins vegar skuldar Hlynur enn þá 5000 kallinn sinn. Í ljósi þessa er því ljóst að eignir Söllenbergers 4600 (en ekki 9600). Ekki veit ég hvernig Hlynur náði sér í broskall skuldandi pening en þetta hefur nú verið leiðrétt og hann sviptur broskallinum. Þakka má hann fyrir að þurfa ekki að mæta fyrir rétt.

Anonymous said...

Já, mér líst mjög vel á þennan nördisma, en myndi þá líka vilja leggja til að við myndum þá stafsetja þetta rétt og hafa það sullenbergers.com, í staðinn fyrir þetta orðskrípi soellenbergers, sem fær mig alltaf til að hugsa: „ha, sue ellen burgers?“, hvað svo sem það nú er.

Anonymous said...

össur þegiðu!


nei bara grín haltu endilega áfram að tala

Jón Emill said...

Haha,

Skemmtileg umræða í gangi hérna.

Gætum fengið skrásett vörumerki á nafninu Stelpuskjáta eða jafnvel Söllenbergers en einkaleyfi krefst nýnæmis, uppfinningahæðar og hagnýtanleika í iðnaði.

 
web statistics