Tuesday, May 16, 2006

Agareglur

Eftirfarandi agareglur verða víst í gildi í Carlsberg deildinni í sumar. Ég bið menn því um að lesa þær yfir, og vona að Rósant ársins og þeir sem kepptust um þann titil á árshátíðinni hagi sér skikkanlega í sumar... --- Í ár verða dómarar með rauðspjöld á sér líkt og í fyrra sem og vissulega gul. Þessi spjöld eru neyðarúrræði svo við vonumst að sjálfsögðu til að nota þau sem minnst. En á móti verðum við heldur ekkert ragir við að henda þeim á loft ef tilefni þykir til. Gult spjald er áminnnig og þýðir í raun bara að menn verði að fara varlega og sleppa slíkum brotum sem og þeir fá áminningu fyrir.Tvö gul spjöld þýðir rautt. Rautt spjald er útilokun frá leiknum. Enginn leikmaður kemur í stað þess leikmanns er fær rauðaspjaldið og leika þeir því þá 1 færri það sem eftir lifir leiks. Leikur telst tapaður ef leikmenn eru orðnir færri en 5. Þetta þýðir líka að ef færri en 5 leikmenn eru mættir þegar leikur á að fara fram telst hann tapaður. Leikið er eftir reglum um 7 mannabolta. Það má gefa á markmann og hann taka með höndum annar að flestu leiti hefðbundnar reglur. (Sjá ksi.is lög og reglugerðir) ekki er skylda að leika í legghlífum en við mælum eindregið með því að svo sé gert. Annar skyldubúnaður er treyja keppnisliðs/og eða samlitar treyjur allra leikmanna liðsins. Leikbönn: eru alla jafna ekki. Þannig að rautt spjald í leiknum á undann þýðir ekki leikbann. En stjórn deildarinnar er heimilt að dæma menn í bann ef menn ganga yfir velsæmismörk.

No comments:

 
web statistics