Monday, July 30, 2007

Söllagrill II

Sæliblessi,

Á KS fundi síðasta föstudag var ákveðið að leggja eftirfarandi tillögu fram á heimasíðu félagsins þar sem félagsmenn geta rætt um hana og greitt henni atkvæði.

1. Söllenbergers notfærir sér snögga veikingu krónunnar og selur Rússabréfin. Það fé sem fæst með sölu bréfanna verði lagt inn á bankareikning félagsins.

2. Þann 11. ágúst verði haldið Söllagrill II. Í tengslum við grillið verður bankareikningur félagsins tæmdur og innistæðu hans skipt á milli félagsmanna þannig að:
a) Þeir sem koma í grillið fá allir sömu upphæð á mann sem fer í að niðurgreiða matinn
b) Þeir sem koma ekki í grillið fá borgað skv. því hversu mikið fé þeir lögðu í félagið
c) Upphæð sem reiknast á hvern og einn verður nánar tilgreind þegar að ljóst er hve mikil mæting verður í grillið
Eftir grillið er svo stefnt að heljarinnar kveðjupartýi

3. Eftir grillið verður eiginfjárstaða félagsins 0 kr (að fráskildum væntum vöxtum sem koma á bankareikninginn um áramótin). Þannig verður búið að hreinsa borðið og Fjárfestingafélaginu Söllenbergers býðst að hefja leik á ný, laust við allar erjur um það hvernig fjármunum félagsins hefur verið ráðstafað hingað til. Fjárhagur Fótboltafélagsins og Fjárfestingafélagsins verður algjörlega aðskilinn og allir þeir sem vilja taka þátt í fjárfestingastarfseminni þurfa að kaupa sig inn á nýjan leik. Þannig verður enginn tilneyddur til að taka þátt í fjárfestingastarfseminni og hótanir um málaferli vegna starfseminnar tilheyra vonandi sögunni til. Íslenska réttakerfið hefur fengið nóg af Söllenbergerum fyrir næstu áratugi.

4. Haldinn verði stofnfundur Fjárfestingafélagsins og skipuð nefnd sem útfærir starfsemi þess nánar.

Kv,
Ásgeir

Thursday, July 26, 2007

Fjárhagsárið hálfnað

Sæliblessi,

Nú fer að líða að því að við þurfum að skila hálfsársuppgjöri til Kauphallarinnar. Af þeim sökum er réttast að birta nokkrar lykiltölur á meðan að leitað er að löggiltum endurskoðanda sem ræður við þær stóru tölur sem finna má í reikningum okkar.

Fjárhagsstaða félagsins er jákvæð um 0.000028103 milljarða sem er aukning um fullt af prósentum frá því í fyrra. Eignir félagsins skiptast í
* Bankareikningur: 6.853 kr
* Rússabréf: 21.250 kr

Þar sem að ég tek bráðum til starfa í útibú Söllenbergers í Danmörku held ég að það sé skynsamlegt að við losum um peninginn í Rússabréfunum (sem eru á mínum vörslureikningi) því að ég mun eiga erfiðara með að fylgjast með þeim frá Danmörku. Einnig legg ég til að fundinn verði annar gjaldkeri til að taka við hlutverki mínu meðan ég verð úti, í.þ.m. nenni ég trauðla að fljúga til Íslands og borga konunum í íþróttahúsinu leigukostnað.

Ég vil því athuga hvað þið viljið gera við peninginn úr Rússabréfunum, hvort þið viljið endurfjárfesta, einungis fjárfesta með gróðanum eða bara taka allan peninginn sem félagið á og slá upp hörkugrillveislu til að kveðja þá sem halda til starfa í útibúum Söllenbergers í Skandinavíu núna í haust. Tillögur óskast í athugasemdakerfi.

Kv,
Ásgeir

Monday, July 23, 2007

Mánudagsbolti

Kemst einhver í bolta í kvöld?

Wednesday, July 18, 2007

Nokkrir synir Sullenbergers ætla að heiðra kónginn með því að leika knattspyrnu á Camp Juice/Swan um áttaleytið í kvöld. Gaman væri að sjá sem flest andlit og sem flesta fríska fætur á vellinum.

Thursday, July 12, 2007

Fimmtudagsbolti

Hvað segja menn, eru ekki allir til í hörkubolta á eftir í góða veðrinu? Spurning um að hittast á Camp Safamýri 20 eða 21? Kv, Ásgeir
 
web statistics