Thursday, July 26, 2007

Fjárhagsárið hálfnað

Sæliblessi,

Nú fer að líða að því að við þurfum að skila hálfsársuppgjöri til Kauphallarinnar. Af þeim sökum er réttast að birta nokkrar lykiltölur á meðan að leitað er að löggiltum endurskoðanda sem ræður við þær stóru tölur sem finna má í reikningum okkar.

Fjárhagsstaða félagsins er jákvæð um 0.000028103 milljarða sem er aukning um fullt af prósentum frá því í fyrra. Eignir félagsins skiptast í
* Bankareikningur: 6.853 kr
* Rússabréf: 21.250 kr

Þar sem að ég tek bráðum til starfa í útibú Söllenbergers í Danmörku held ég að það sé skynsamlegt að við losum um peninginn í Rússabréfunum (sem eru á mínum vörslureikningi) því að ég mun eiga erfiðara með að fylgjast með þeim frá Danmörku. Einnig legg ég til að fundinn verði annar gjaldkeri til að taka við hlutverki mínu meðan ég verð úti, í.þ.m. nenni ég trauðla að fljúga til Íslands og borga konunum í íþróttahúsinu leigukostnað.

Ég vil því athuga hvað þið viljið gera við peninginn úr Rússabréfunum, hvort þið viljið endurfjárfesta, einungis fjárfesta með gróðanum eða bara taka allan peninginn sem félagið á og slá upp hörkugrillveislu til að kveðja þá sem halda til starfa í útibúum Söllenbergers í Skandinavíu núna í haust. Tillögur óskast í athugasemdakerfi.

Kv,
Ásgeir

1 comment:

Anonymous said...

Ég legg til að við leysum út bréfin og endurfjárfestum ekki fyrr en í fyrsta lagi í október (fjármálaráðgjafinn spáir lægð fram í október).

 
web statistics