Friday, March 24, 2006

Stundvísi er dygð

Sælir piltar og Salvör, Fólki finnst kannski skrítið að maður sem ætlar að læra um kenningar skammtafræðinnar með allri sinni eðlislægu óvissu sé orðinn pirraður á tali um yfirstjórn án þess að vitað sé hverjir hana skipa. En ég er það, þ.e. ég er pirraður á þessu tali um stjórnir sem annað hvort eru leynistjórnir eða eru einfaldlega ekki til. Ég vil því leggja til að við hættum þessu tali um "yfirstjórnina" þangað til að við komum okkur saman um það hverjir hana skipa ef hún á yfirhöfuð að vera til. Mér finnst að þessi bloggsíða sé tilvalinn vettvangur fyrir "lýðræðislegar umræður" og jafnvel kosningar. Lengi vel hefur það verið skoðun mín að í staðinn fyrir að láta hanann á haugnum (a.k.a. spaðaásinn) segja okkur hvar boltinn sé, hvernig hann verði o.s.frv. þá sé betra að menn ákveði hlutina í sameiningu. Með þessu móti getum við sloppið við að þakka fólki fyrir að nenna að standa í þessu eins og einhver orðaði það og þakkað okkur sjálfum fyrir að hafa skoðun. Laugardagsboltinn stefnir nú að því að hafa lið í utandeildinni í sumar. Við stöndum því frammi fyrir spurningum eins og hvort einhver og þá hver eigi að: skrá liðið, finna búninga, íhuga mögulegar æfingar og halda utan um liðið t.d. með því að sjá um "innáskiptingar" manna í sumar (einhvers konar þjálfari). Að lokum velti ég fyrir mér hvort einhver geti sagt þeim sem minna veit hvar boltinn verði á morgun? Þetta var mín skoðun með Jóni Emil

2 comments:

Kári said...

Sömu skðunar.

Ásgeir said...

Ég legg til, eins kjánalega og það kann e.t.v. að hljóma, að liðið haldi aðalfund til að koma þessum málum á hreint.

Jomma er ég sammála, óvissulögmál Heisenbergs ætti maður ekki að þurfa að taka tillit til í stórheimi. Nema náttúrulega að einhver vilji skrifa Mastersritgerð um áhrif þess í fótboltaliðum...

 
web statistics