Sunday, March 26, 2006

Afnám skipulagsleysis

Tillaga: Héðan í frá verður laugardagsboltinn haldinn klukkan 2 í Austurbæjarskóla. Ræðið, mótmælið eða samþykið. Helst ekki þegja því þannig virkar ekki lýðræði.

8 comments:

Bessi said...

Rök fyrir þessari tímasetningu er að því fyrr sem við hefjum leika því meiri líkur eru á að við komum að auðum velli.

Jón Emill said...

Ég styð þessa tillögu.

Kári said...

Kasper er sannarlega hugrakkur maður.

Og Bessi er sannarlega hugmyndaríkur og skipulagður maður.

Stuðningur.

En er ekki bara hægt að halda aðalfund þá? Þurfum við að vera í jakkafötum í kringum borð?

Anonymous said...

Varðandi skráningu, þá tók ég af skarið og hef haft samband við umsjónarmann Carlsbergdeildarinnar. Varðandi æfingar þá mun ég koma með drög að æfingaráætlun á laugardaginn, sem við getum svo rætt um eftir boltann (2 spilaæfingar í viku og ein hlaupaæfing fyrir áhugasama og þá sem í engu formi eru). Varðandi treyjunúmer þá kýs ég númerið 17 ( sorry Svenni en við verðum einhver veginn að finna málamiðlun). Varðandi búninga þá get ég reddað góðum kjörum á t.d. Hummel galla frá sportnet.is auk áprentunar frá Marko Merki. Eitt en að lokum. Eru menn til í útibolta í þessari viku? Hvað með fimmtudagskvöldið?

Anonymous said...

... hér með biðst ég velvirðingar á öllum þeim stafsedningarvidlum sem fylgdu svari mínu að ofan ...

Jón Emill said...

Flott Rósant. Ég styð fagurbrúnan eða gulan og rauðan búning.

Bessi said...

Er fagur brúnn til? :-D

Óháð því er ég nú alveg opinn fyrir smá boltapásu frá tölfræðiheimadæmunum á fimmtudaginn.

Anonymous said...

Styð heilshugar þessa tillögu

 
web statistics