Saturday, May 13, 2006

Fótboltinn

Sælar Magnaður bolti í gær, en þó virtist mér fótboltinn sjálfur sem sparkað var í hafa verið kominn af glæstasta skeiði (með fullri virðingu fyrir þeim sem tók hann með, takk fyrir það). Nú þegar ég var að lesa undir prófið á mánudaginn tókst mér venju samkvæmt að stúta nokkrum kókflöskum, þar á meðal nokkrum af hinni nýju sumargerð. Ég hjó eftir því að þar stendur að fyrir 40 tappa fáist glæstur Adidas HM-fótbolti, gullhjúpaður og demantsettur (eða því sem næst) og sting ég því upp á því að Söllenbergarar safni saman í einn þannig bolta og geri hann að opinberum bolta félagsins. 40 tappar eru ekki margir fyrir okkur tappana í liðinu og því legg ég til að við drekkum, drekkum og drekkum og mætum svo með afreksturinn í næsta bolta. Þess má geta að ég er ekki á prósentum hjá Vífilfelli (allavega ekki opinberlega). 23.000 boltar eru í boði skv. upplýsingunum á flöskunni og því ekki seinna að vænna en að fara að opna næstu flösku sem þú sérð. Húrra!

11 comments:

Bessi said...

Var Stigull ekki með einhvern samning við Vífilfell og er Ásgeir ekki skáld Stiguls. Þetta er vafasamt!

Kári said...

Ég kem með kassann góða, við getum sett tappana í hann.

Og boltann þegar þar að kemur.

Hvenær er annars næsti bolti?

Jón Emill said...

Finnst ólíklegt að "hm-boltarnir" frá kóka kóla / adidas séu í hæsta gæðaflokki.

Hvað með að nota peninginn sem við eigum eftir búningakaupin til að kaupa eins og einn alvöru hm bolta?

Styð bolta á mánudaginn ef hann rekst ekki á við Stiguls djamm.

Jón Emill said...

Já, tek góðan bolta fram yfir fyllerí á mánudaginn.

Ásgeir said...

Jommi: Varla fara þeir að ljúga e-u sem þeir prenta á allar kókflöskur sem gefnar eru út á landinu næstu vikurnar.

DÖH

Bessi said...

Veit ekki með þig sveinn en við hestamenn setjum það nú ekki fyrir okkur að fara fullir í fótbolta!

Anonymous said...

Ég mæti ef ég get verið mættur á Hressó kl. 8. (Frír bjór frá kl. 8!!). Ég ætla mér að vera edrú.

Anonymous said...

einmitt!

Jón Emill said...

Ásgeir, tengiliður okkar við krakkana, hvað segir þú? Er próflokagrill strax eftir próf eða seinna um kvöldið?

(Kominn með einn tappa)

Ásgeir said...

Grillið byrjar að glamra klukkan sjö á mánudaginn.

Kári said...

Kominn með einn tappa.

 
web statistics