Sælir,
Við Hössi vorum að ræða um leigu á völlum í sumar og útibolta. Þar sem að útlit er fyrir að ekki náist nægileg stemmning fyrir að leigja Fífuna þýðir ekkert annað en að finna aðra lausn. Það sem að við komum niður á var að við ættum sem fyrst að finna fastan fótboltaspilunartíma sem við stefnum á að spila alltaf á í sumar og svo vonumst við bara eftir góðu boltafæri. Korteri fyrir áætlaðan boltatíma fara svo leitarteymi af stað frá Söllagrenunum (Vesturbær+Nes, Fossvogur o.s.frv.) og leita að lausum sparkvöllum á sínu svæði. Með háþróuðu samskiptakerfi láta leitarteymin svo hvert annað vita þegar laus völlur finnst og hin teymin taka stefnuna á lausa sparkvöllinn. Með þessu fyrirkomulagi ætti hámarksárangur að nást þar sem að strax frá upphafi náum við að kanna gífurlegan fjölda sparkvalla, og samkvæmt lögmáli hins mikla fjöldi ætti e-r þeirra að vera laus. Hvert leitarteymi ætti að ráða yfir bolta svo hægt yrði að byrja spilun strax, þá losnum við við hættuna af því að fullir 12 ára strákar reyni að reka okkur í burtu með ofbeldi.
Þá er það spurningin; Hvernig líst mönnum á þetta og hvaða fasta boltatíma ættum við að stefna að?
P.S. Það er mjög gott að fara í fótbolta hér í Fælledparken, vellirnir eru oftast lausir svo að ykkur langar í bolta um helgina mæli ég eindregið með Danmörku...
Monday, June 02, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
17 comments:
Jújú, þrátt fyrir að ég sé nú meira hrifinn af því að fara í Fífuna þá líst mér ágætlega á þetta. Veðrið skiptir auðvitað miklu máli en vonandi verðum við heppnir.
Þetta er tilvalið ef að nægur metnaður er fyrir hendi. Skal taka að mér Réttó.
Mér líst vel á þetta, myndi taka að mér grafarvoginn ef ég hefði einhverja trú að menn hefðu kjark í að taka bolta þar..
Ef þú reddar skotheldum vestum og lífvörðum er aldrei að vita...
alltaf sami húmorinn hér á ferð.
Þetta hljómar vel ég skal ekki taka að mér að tjekka á velli þar sem ég veit ekki um neina velli í nágreninu.
Styð þetta.
Mér líst ágætlega á þetta.
hlynsi ekki vera sár yfir því að við eigum ekki skriðdreka til að komast í gegnum ýmis hverfi.
annars styð ég þessa hugmynd líkt og hlynur styður vestfirði. :)
Mér lízt vel á hugmyndina, stórvel alveg.
En nú þarf að leysa vandamálið um hvað við gerum ef fleiri en einn völlur eru lausir.
Ég hafði einmitt velt því fyrir mér ef tveir eða fleiri vellir eru lausir. Ég hef komist að þremur mögulegum leiðum til að leysa það mál.
1) Við röðum völlunum upp á lista í gæðaröð þannig að sá völlur sem er efstur á lista verður fyrir valinu
2) Við tökum völlinn sem fleiri eru mættir á eða fleiri eru nálægt
3) Einvígi eins fulltrúa frá hvorum velli með eldhúsáhaldi að eigin vali
en hvað þá ef það er enginn völlur laus?
Þá blótum við og segum: "Hvers vegna tókum við ekki Fífuna? "
Hvað segja menn um bolta í kvöld? Sami staður og sami tími og fyrir viku síðan? Hvernig líst mönnum á að hafa þetta sem fastan tíma hjá okkur í sumar?
Góður bolti í gær. Ef e-r fékk ekki sms um bolta má hann endilega skrifa það í komment hérna, bæti honum þá við á sms-listann sem ég nota (sem er ekki sami sms-listi og sá sem Bessi notar).
Mér líst vel á að hafa þetta sem fastan boltatíma í sumar, þ.e.a.s. sunnudagskvöld um níuleytið.
styð það
styð þetta
Post a Comment