Tuesday, September 30, 2008

Jæja kallar!

Þar sem að ég þarf að halda mér í formi andlega og líkamlega vil ég að allir kommenti og segi sína skoðum um að panta annað hvort einn bolta-tíma eða tvo. Það kemur sem sagt ekki til greina að það verði ekkert um bolta í vetur. Það væri algjör synd að missa þetta niður. Elska ykkur líka rúsínubossarnir mínir.

14 comments:

Þorsteinn Snæland said...

væri alveg til í tvo en sætti mig algjörlega við einn tíma!

fyrir utan það að þá munu össur og húni bara mæta í sturturnar.

Anonymous said...

Gott framtak Þorsteinn. Orð í tíma töluð!

Hins vegar efast ég um að við munum ná í lið ef við náum að redda sal, til þess erum við erum einfaldlega of fáir. Ef við tökum saman.
Þeir sem mæta "alltaf" eru: Svenni, Hemmi, Kári, Villi, Rósi og Búnti, sem senn heldur utan.
Þeir sem mæta oft eru: Þossi, Sóm, Brynjar(æfingar koma þó hér inn í).
Svo höfum við einnig menn sem mæta sjaldan( og seint): Aron, Húni, Össur, Egill og fleiri.

Ef boltinn á að lifa af í vetur verðum við að virkja þá sem sjaldan mæta og mætingin þarf að vera stöðug þannig að við lendum ekki í að spila 2 gegn 3 eins og við lentum í fyrir jól síðasta vetur. Auk þess væri einnig hægt að fá nýja menn inn, en það ferli verður að fara eftir tilskildum reglum og hefðum Söllara.

Hugmyndin um vikulegan bolta er jafngömul félagi okkar og flykki ég mér að baki hennar sem mest ég má.

Lifi Sölli

Þorsteinn Snæland said...

það væri hægt að hafa þetta þannig að 8 eða 10 menn eru "fastir menn" og ef þeir forfallast þá verða þeir að redda varamanni eða þá að 2 sleppi þannig að slétt tala haldist. það væri auðvelt mál að tala um hverjir komi ekki á þessum vef og þá væri líka sniðugt að hafa töflu með símanr. hjá varamönnum sem að eru til í að redda hinum "föstu leikmönnum".

þetta fyrirkomulag er ég með í "Miðvikudagsboltanum" sem margir þekkja. svona skipulag höfum við haft í 6 ár og ef ég man það rétt þá hefur það klikkað svona 4 sinnum allan þennan tíma án mikilla ýkja. halelúja

þá erum við líka að tala um að menn taki ekki frænku sína með allt í einu og hundinn hennar.

Anonymous said...

Hvet ykkur til að halda boltanum lifandi, væri sögulegt stórslys ef Söllabolti leggst niður, ég kem ferskur inn og mæti í hverri viku eftir eins og 2 mánuði

Unknown said...

Sælir ég ætla hér með að tilkynna komu mína í eins marga bolta og ég mögulega get, en hafa ber þó í huga að ég er mögulega upptekinn helgi og helgi.

Anonymous said...

Líst vel á þetta. Ég skal kanna hvernig staðan er í Háskólanum og koma með mögulega tímasetningu hér á síðuna síða.


kv. Svenni

Ásgeir said...

Ég er mjög hlynntur því að boltamálum verði reddað sem allra fyrst, ég vil komast í bolta þegar ég kem heim um jólin? Hvernig mundi mönnum svo lítast á útibolta á laugardaginn?

Þorsteinn Snæland said...

ég er til!

Þorsteinn Snæland said...

spurning um að senda sölla-sms til að breiða út boðskapinn og til að menn fatti að umræður eru hafnar.

þá biðla ég til þeirra sem að kunna á sölla-smsin.

Jón Emill said...

Treysti á ykkur að halda boltanum uppi! Maður að geta hlakkað til boltans þegar maður kem heim á Klakann.

Kári said...

Mér lízt vel á miðvikudagsboltafyrirkomulagið.

Menn verða bara að skrifa undir samning þess efnis að redda einum manni í viku í bolta (sem oftast væri maður sjálfur), þið skiljið.

Eiki kemst kannski bara í 3/5 hluta tilvika eða eitthvað og þá er það á hans ábyrgð að láta vita nógu snemma til að aðrir geti reddað varamanni eða redda varamanni sjálfur.

Svo yrði grimmilega refsað fyrir samningsbrot.

Einfaldur eða tvöfaldur? Mér er slétt.

Anonymous said...

Söllasms kerfin eru öll þrjú saman dauð líkt og krónan, svo að það er ekki hægt um vik að senda út Söllasms.

Anonymous said...

Sælir. Það er afar mikilvægt að halda söllaboltanum lifandi. Hins vegar held að eina raunhæfa leiðin sé að stækka söllahópinn. Í stað þess að redda varamönnum í hverri viku ætti að gera þessa mögulegu varamenn að svokölluðum "virkum" söllum sem taka fullan þátt í boltanum og fá svo hugsanlega formlega inngöngu ef þeir standa sig vel.

Anonymous said...

það má vel vera að það sé sniðugara að fá nýja menn inn en málið er bara hverjir fá þann heiður.

í fljótu bragði get ég ekki hugsað mér mjög marga nema náttúrulega hundinn minn, hann tinna.

en allt í lagi okkur vantar varamenn þannig að það ætti að vera forvitnilegt að búa til smávegis lista.

ég myndi segja að hann jón í stærðfræðinni ætti að vera/verða sölli.(ef hann er á landinu) síðan ætti sóm að koma inn og ég talaði við salvöru og hún er til í að vera varamaður.

Jón
Sóm
Salvör

 
web statistics