Saturday, October 04, 2008

Söllaboltinn endurlífgaður

Í dag gerði ég mér ferð vestur í bæ, heimsótti íþróttahús Háskólans eins og lofað var og ræddi við starfsfólkið. Ég spurðist fyrir um lausa tima í íþróttasalnum og fékk að skoða planið þeirra. Þá sá ég að 15:45 á laugardögum var laus tími og ég lét til leiðast og bókaði þann tíma. Vert er að taka fram að þetta er einfaldur tími en ekki tvöfaldur eins og tíðkast hefur síðustu ár.

Ég vil því fá að vita hversu margir sjá sér fært að mæta í þennan tíma og ætlast til að menn noti athugasemdakerfið til þess.

Ég vil minna menn á að við þurfum lágmark 8-10 í hvern bolta þannig að við verðum að sjá til þess að það verði alltaf þessi lágmarksfjöldi sem mætir.

Hvað segja menn, á ég að negla tímann eða ekki?

Sveinn.

7 comments:

Kári said...

Ég kemst auðveldlega á þessum tíma í 2/3 hluta tilfella. Ég redda þessu svo bara þegar það er ekki aðvelt.

Mér lízt vel á þetta!

Svo verðum við bara að halda fund (í boltanum næsta laugardag) og ákveða hvernig við getum verið vissir um átta eða tíu manna mætingu í hverri viku. Þorsteinn heldur fyrirlestur með skyggnusýningu og umræður yfir léttum veitingum fylgja í kjölfarið.

Anonymous said...

líst vel á þetta! byrja að baka kökurnar strax!

Anonymous said...

Strákar, þið þurfið að mæta í ráðherrabústaðinn og ræða aðeins við okkur. Gengur klukkan 14? Þið yrðuð þá næstir á eftir Björgólfi Thor.

Unknown said...

Mér lýst bara helvíti vel á þetta og mun mæta eins oft og þess er kostur, ætli ég verði ekki með svipað mætingarhlutfall og kári en þá er bara að skoða hvaða aukamenn er hægt að kalla til.

Ásgeir said...

Þetta svínvirkar, ég mæti þegar ég er á landinu

Anonymous said...

neglum þetta með sleggju!

Anonymous said...

Mæti.

 
web statistics