Saturday, October 18, 2008

Nú er spurt.

Kæru Söllar og lögfræðingar þeirra.

Eins og hvert mannsbarn veit þá er gríðarlegur samdráttur í efnahagskerfi heimsins sem og á Íslandinu stóra. Þessar hörmungar hafa áhrif á okkur öll, fjölskyldur og börn okkar.

Engum hefði órað fyrir því að þetta hefði áhrif á félag okkar Söllenbergera. Nú hefur komið í ljós að nokkrir harðir fylgismenn Sölla hafa flúið land og reynt að finna grænna gras á meðan við hin reynum að hugsa jákvætt og vonum að ferðalangarnir komi heim með þekkingu og gjaldeyri.

Á þessum skelfingar tímum verðum við að snúa bökum saman,verjast og berjast, við þurfum að vera hugrakkir og snjallir. Síðast en ekki síst þá þurfum við að halda áfram að hittast vikulega í Höllinni okkar góðu í HÍ. Nú hefur verið tekin ákvörðun um það að á meðan útrás liðsmanna Sölla stendur sem hæst og við erum eins fáliðaðir eins og raun ber vitni, þá verða menn skipaðir í tvo flokka. Annars vegar Fastamenn og hins vegar Varamenn.

Fastamenn eru þeir Söllar sem að eru skikkaðir til að mæta, eða ígildi þeirra, í hvern einasta tíma sem að haldin er í Höllinni í HÍ. Á þeirra ábyrgð er að mæta eða að hafa mann í sinn stað. Einnig er á þeirra ábyrgð að borga tímana. Ef að tveir eða fleiri Fastamenn geta ekki mætt væri hægt að sleppa því að koma með mann í sinn stað en þá einungis til að halda sléttri tölu. Hugsanlegt er að fjöldi Fastamann verði oddatala. Það á ekki að vera vandamál þar sem að gert er ráð fyrir að a.m.k. einn Fastamaður geti ekki mætt hverju sinni og ætti því slétt tala að nást.

Varamenn eru þeir Söllar eða gestir Sölla sem eru notaðir til að fylla upp í þau skörð sem að myndast þegar Fastamenn geta ekki mætt af einhverjum ástæðum. T.d. til að skrifa undir mikilvæga samninga út í bæ. Tek sem dæmi að kaupa Nýja Glitni, eða Verslunarskólann til að rífa fyrir tennisvöll okkar Sölla. Varamenn borga ekkert fyrir að vera Varamenn en þeir sem að eru Söllar borga auðvitað ársgjöld til að halda árshátíðir og annað sem að ekki þarf að nefna hér.

Þá er talið að það sé langfljótlegast og auðveldast að ná þessum markmiðum sem að ofan eru talin, með því að nota annað hvort vefpóst eða heimasíðu félagsins. Þar sem að þessar reglur eiga rætur að rekja frá Miðvikudagsboltanum fræga má bæta því inn að vefpóstur er notaður til að koma skilaboðum á milli og auðvitað er síminn notaður óspart. Þetta skipulag hefur virkað gríðarlega vel í um 6-8 ár í þeim Bolta.

Þá er aðalmálið núna fyrir hvern og einn að gera það upp við sjálfan sig hvort hann vilji vera Fastamaður eða Varamaður. Vonast er til að ná að minnsta kosti 8 Fastamönnum og hafa góðan lista af Varamönnum. Taka skal fram að þeir Söllar sem að kjósa að vera Varamenn eru ekki lægra settir en hinir Föstu Söllar. Annað mikilvægt mál er að ef að Fastamenn verða 12 eða fleiri þá verðum við eiginlega að fá tvo tíma en það er e-ð sem að kemur í ljós þegar talning þeirra fer fram.

Ljóst er að framtíð Söllenbergera er björt og góð. Við verðum að halda böndin, rækta þessi bönd og nota þessi bönd. Ef ekki þá fer „bé-ið“ af bönd og verður önd sem að flýgur í burtu og e-r skytta eins og Húni gæti skotið þessa önd og borðað. Þá er ekki aftur snúið kæru félagar og vinir. Jæja áður en þetta fer út í e-ja vitleysu þá kveður undirritaður með von um góðar undirtektir þessa bréfs.

Fyrir hönd þeirra 6 sem að mættu í fyrsta tímann haustið 2008,

Þorsteinn Rafn H. Snæland

16 comments:

Anonymous said...

Ég verð fastamaður, byrja ferskur í næstu viku

Þorsteinn Snæland said...

ég verð einnig fastamaður

Hemmi said...

Þá verð ég einnig fastamaður

Anonymous said...

ég skaut önd áðan, hún leit samt ekki út eins og söllaönd, hvorki blár vængspegill né gul fit og sá ég enga slíka svo við erum enn í góðum málum, Jóni G. sé lof!

Ég er til í að vera fastamaður með þeirri ábyrgð sem því fylgir en er einnig til í að vera varamaður ef nógu margir fastamenn fást.

Anonymous said...

Hvenær vikunnar höfum við tíma í Höllinni?

Anonymous said...

15:45

Anonymous said...

það er reyndar ekki alveg komið á hreint. hemmi og svenni eru sáttasemjarar okkar við HÍ.. það var e-r spurning um hálf 5 á laugd.

það s.s. kemur í ljós

Unknown said...

Tek fastamanninn á þetta.

Anonymous said...

Fastamaður númer 6, ef ég kann að telja. Ég vil því næst byrja tímabil mitt sem fastamaður með því að tilkynna fjarveru mína og Húnboga komandi laugardag vegna keppni í knattspyrnu.

Þorsteinn Snæland said...

hmm ég veit ekki hvenær ég á að mæta... hvenær á ég að mæta? á hvaða degi og klukkan hvað?

Þorsteinn Snæland said...

hvað er í gangi? veit enginn um tíma? hvað segið þið svenni og hemmi??

Sv1 said...

Talaði við konurnar í gær og eins og staðan er í dag þá eigum við engan tíma. Það eru stelpur með 1,5 tíma og verið var að reyna að láta okkur fá þennan helming + hinn helminginn en því miður vildu stelpurnar ekki leyfa okkur að fá tímann. Þannig að eins og staðan er í dag þá höfum við enga aðstöðu!

Þorsteinn Snæland said...

en hvað með að hafa þetta á mánudögum eftir 17. svona til að menn komist eftir vinnu, slúður helgarinnar geti verið rætt og að menn séu ekki að skjóta rjúpu, skíða eða að jafna sig eftir djamm. þó að hefðin sé laugd þá held ég að fleiri myndu mæta og þá hefur maður eitthvað til að hlakka til eftir helgi.

Sv1 said...

Já, það má skoða það, spurning hvort e-ð sé laust. Annars var hemmi að tala um lausa tíma í litla sal gróttu á nesinu. MInnir að tíminn hafi verið klukkan 20 eða 21. Þá þyrfti að vísu að borga aðeins meira.

Hvað finnst mönnum um þetta?

Anonymous said...

Hvað með að stytta í keðjunni hjá þessum kellingum svo þær komist ekki svona langt frá eldavélinni?

Anonymous said...

eða setja þær bakvið eldvélina í stað þess að hafa þær fyrir framan?

er ekki gjaldið í litla-sal 3-4 falt það sem að við borgum fyrir HÍ höllina? annars er þetta fín hugmynd og ágætis tími ef við myndum fá kl20.

hins vegar er alveg magnað hve fáir hafa áhuga á þessum bolta miðað við fjölda einstaklinga sem að hafa kommentað.

 
web statistics