Tuesday, November 04, 2008

Boltatími

Jæja núna þarf að reyna að finna tíma fyrir okkur þar sem að það virðist ekki ganga upp fyrir okkur að vera í HÍ höllinni á laugardögum. Hemmi spurðist fyrir um tíma í Litla-Sal í Gróttu og þar getum við fengið tíma kl 20-20:50 á laugardegi á litlar fjögurþúsund og e-ð krónur, eða ca 3x meira en tíminn í HÍ. En það er snilld að vita af þessum tíma og gæti vel verið málið fyrir okkur. Hins vegar hef ég áhyggjur af því að við þurfum nett mikið af varamönnum ef að við fáum Litla-Sal á þessum ósiðlega tíma. Einhvern veginn myndi ég halda að oft myndu menn ekki komast vegna matarboða eða teita. Síðan má ekki gleyma því að nokkrir Söllar nota helgar í það að komast eins langt frá Reykjavík eins og þeir geta. Til dæmis til að elta fiðurfé, villta útlendinga eða að spreða gjaldeyri í fjarlægu landi.
Þess vegna ætla ég að viðra þá hugmynd um að reyna að fá tíma á virkum degi. T.d. á mánudegi eða þriðjudegi. Þá helst eftir 17 svo að vinnandi menn nái tímanum og helst sem nálægast helginni til að fá slúðrið. En þetta er með þeim fyrirvara að það sé laus tími og að Samnings-Svenni nenni að kíkja á þessa hugmynd. Ég er alls ekki að loka á þá hugmynd að hafa boltann í Litla-Sal. Ég er bara að reyna að fá smá umræðu um hvað menn vilja. Ef menn kommenta ekki á þetta þá verða menn bara að sætta sig við þann tíma sem að Samnings-Svenni og Hemmi hamar fá. Með von um umræðu, Þorsteinn Snæland

No comments:

 
web statistics