Tuesday, November 04, 2008

Söllar allir nær og fjær

Sælir,

Eins og þekkt er dvöldumst við Brynjar í Baunalandi síðasta vetur. Þar er rík hefð fyrir julefrokostum og skelltum við okkur Brynjar á eitt slíkt hjá Íslendingafélaginu í DTU. Eftir vel útilátna máltíð og einn eða tvo bjóra vorum við ákveðnir að slíkt julefrokost yrði að halda á vettvangi Söllenbergers næstu jól og nú er kominn tími til að huga að þeim málum.

Sjálfur lendi ég á Íslandi 16. desember og ég býst við að flestir Útlanda-Söllar komi heim um svipað leiti. Nemendur HÍ klára próf 18. desember að ég tel svo að þessar skorður setja neðri mörk á dagsetninguna. Ég vil því leggja til að Julefrokost Søllenbergers 2008 verði haldið laugardaginn 20. desember, þetta yrði glæsilegt jólaboð þar sem makar og börn yrðu meira en velkomin (uppkomin börn eru þó afþökkuð þar sem þau mundu örugglega klára matinn okkar). Boðið sjálft er allt á vinnslustigi, þ.e.a.s. húsnæði, matur o.s.frv., en það væri fínt ef þið gætuð tekið þessa dagsetningu frá og komið með hugmyndir um hvernig þið viljið sjá framkvæmdina. Í dag er rúmur einn og hálfur mánuður í boðið þannig að það er útilokað að nokkur sem lesi þetta sé kominn með önnur plön, það er því nokkuð ljóst að þetta er atburður með skyldumætingu.

Jólakveðja,

Ásgeir

9 comments:

Sv1 said...

Líst vel á þetta. Á ég að hringja í Hemma Gunn eða Gylfa Ægis til að sjá um skemmtiatriði?

Anonymous said...

Ég tek að mér veislustjórnun eða hátíðarræðuhöld fyrir lítið.

Anonymous said...

Hver ætlar að koma með leverpostej?

Þorsteinn Snæland said...

þú!

Brynjar said...

http://www.flaeskesteg.dk/

Anonymous said...

Sælir. Ég lendi 18. desember þannig að þessi tímasetning hentar mér ágætlega. Því miður kann ég ekki dönsku og neyðist því til að spyrja: Ætlum við að hittast og borða jólamorgunverð saman? Sem þýskumælandi Svíi get ég ekki skilið þetta öðruvísi.

Ásgeir said...

Það er kannski rétt að árétta fyrir þýskumælandi Svía og aðra að hér er rætt um julefrokost að kveldi til.

Kári said...

Ég mæti ef eplaskífur verða á boðstólum.

Jón Emill said...

Flýg heim 18. Lendi 19. Mæti 20.

 
web statistics