Thursday, October 09, 2008

Óska Söllar eftir greiðslustöðvun?

Já, þessi spurning brennur eflaust á vörum okkar allra eftir atburði síðustu daga. 

Aðilar, sem Söllar töldu vera vini hafa brugðist með eindæmum og gert Söllum lífið leitt. Nú standa yfir stíf fundarhöld og öll ljós loga í bráðabirgða-höfuðstöðum Sölla (VR II) þar sem öll spil eru lögð á borðið og farið yfir stöðuna.

Ekki náðist í formann stjórnarninnar en viðtals er að vænta innan skamms. Eins og áður sagði þá eru söllar skuldugir og er verið að krefja þá um fé hvaðanæva úr viðskiptalífinu. Einna helst er það starfsfólk íþróttahúss Háskóla íslands sem gengur hvað harðast fram í þessum efnum en skv. heimildum þá skulda söllar þeim nokkrar kúlur. 

Söllar leituðu eftir lánsfé frá SÍ en óvíst er hvort undirliggjandi tryggingar dugi, en þær eru víst í formi hlutabréfa í rússneskum áhættusjóð sem er illseljanlegur um þessar mundir.

Ef svo fer að Söllar ákveði að leita til FME þá er ljóst að fé mun tapast. Innlánsreikningur okkar verður þá tekinn fyrir og notaður til að greiða hluta af skuldunum. Mikil óvissa ríkir á meðal starfsmanna og beinast öll spjót að stjórnarformanninum, Ásgeiri Birkissyni en hann á að hafa skipað sér ofurlaun á kostnað hinna. 

Svo ég útskýri aðeins mál mitt, þá lögðu stjórnarmenn Söllernberges mikla vinnu í að fá úthlutaða kennitölu en svo seint í gærkvöld kom það í ljós að sú vinna skilaði engu þar sem umsókninni var hafnað. Nú hefur formaður stjórnarinnar ennþá einn umsjón yfir reikningi Söllenbergers. Eins og flestir vita er hann búsettur í Bretlandi og eru bankaviðskipti og millifærlsur ekki vinsæl milli þessara landa um þessar mundir.

Heyrst hefur að ef FME tekur yfir félagið þá mun það heita Nýji Söllenbergers.

Meira síðar...

- Sveinn

4 comments:

Ásgeir said...

Ég var náttúrulega bara að notfæra mér rammann sem mér var settur í lögum félagsins, það er ekki ég sem er brunavargurinn á hinu sökkvandi skipi. Það verður að skoða ábyrgð ritara og gjaldkera, þeir geta ekki fríað sig af öllu bruðlinu sem viðgekkst í hinum alræmdu Söllagrillum.

Og boltakaup á hágæða erlendum bolta. Á ég að bera ábyrgð á þeim? Afhverju vildi enginn velja íslenska framleiðslu og halda gjaldeyrinum í landinu???

Anonymous said...

Það er nokkuð ljóst að Söllar eru í vandræðum, það þarf sterka, skynsama leiðtoga til að koma inn í þetta og bjarga málunum, þess vegna hef ég ákveðið að snúa heim til Íslands og mæti ferskur á æfingu eftir 10 daga.

Anonymous said...

á ég von á dóna-grjóna eftir nokkra daga?

Anonymous said...

Ég sný aftur snemma í fyrramálið Eydís, reikna með að reyna að ná smá svefni eftir tveggja daga ferðalag, en eftir það er ég tilbúinn fyrir þig

 
web statistics