Saturday, April 08, 2006

Síðasti séns Suðurnesjamannsins

Líkt og glöggir lesendur hafa tekið eftir virðast miklar ritdeilur hafa staðið milli mín og Rósants síðustu vikuna. Þær deilur sem byrjuðu sakleysislega um búningamál færði hann yfir á grófara plan með persónulegum árásum og var ég farinn að óttast um líf mitt á hverjum morgni áður en ég mætti í skólann. "Skildi Rósant mæta með sveðjuna sína í skólann í dag" var hugsun sem þaut í gegnum huga minn á hverjum morgni og ég ákvað að mesta lífsvon mín væri falin í því að láta heyra í mér á hverjum degi, enda yrði það þá grunsamlegt ef rödd mín mundi skyndilega þagna. Síðasta þriðjudag tók þó út yfir allan þjófabálk þegar skrattakollurinn geystist fram á ritvöllinn og sakaði mig um ergi og dýrkynhneigð. Ég ákvað þó að láta kyrrt liggja, grey drengurinn bar öll merki þess að þjást af svæsnum greindarskorti og almennum biturleika út í lífið og ekki var á auma sálu hans leggjandi að svara honum af fullum krafti. Þegar þessi ákvörðun hafði verið tekin þóttist ég geta farið öruggur í skólann en þá tóku stanslausar athugasemdir liðsfélaga við í staðinn. Ég gat ekki gengið á göngum skólans án þess að einhver stoppaði mig og tjáði mér að Rósant hefði borið sigur úr býtum, að Rósant væri alltaf svo sniðugur, að Rósant þetta og Rósant hitt og að Rósant hefði eitt sinn boðið 10 mönnum upp í rúmið sitt. Að endingu fékk ég nóg og ákvað því að senda inn þessa mynd sem hér má sjá: Á næstu dögum verður stærri og stærri hluta yfirmálaða svæðisins svo birtur, allt þar til að Rósant hefur dregið ummæli sín til baka og beðist afsökunar á ómerkilegu lýðskrumi og hrottafengnum árásum á mannorð mitt. Fylgist með á morgun hvort að ljósbláa svæðið verði búið að minnka...

7 comments:

Ólafur said...

Djöfull er Rósi mökkaður á þessari mynd!

Kári said...

Ásgeir, svona háttalag er engum manni til framdráttar. Ef Rósant lætur undan kúgunum þínum, sem ég og vona að hann geri, munu orð hans í þinn garð orka sterkar á mig en áður því að kúgunum þurfti að beita til að þau yrðu til baka tekin. Allir sem til þekkja vita að Rósant sagði þetta í hálfkæringi þannig að aðgerðir þínar eru langt frá því réttlætanlegar.

Að þessu sögðu legg ég til að þú látir af svona hegðun hér á síðunni.

Kári said...

Ég vona að enginn láti blekkjast af myndinni.

Anonymous said...

Eru þetta mögnuðustu bartar í heimi eða bara hárlokkur?

Ásgeir said...

Ég hins vegar hálfkærði mig ekkert um þá fólskulegu árás og áverka sem Rósant vildi veita mér og mannorði mínu. Ég vil ekki ráðast á Rósant til baka með sama fólskulega hætti, ég vil að þessu linni og því hef ég gefið honum tækifæri til að draga orð sín til baka. Ef hann gerir það þá mun ég taka myndina útaf síðunni með glöðu geði, þá er takmarki mínu náð og ég mun láta frekari aðgerðir kyrrar liggja.

Anonymous said...

Svona lagað á að útkljá á vellinum.

Kári said...

Aðgerðir þínar eru í hrópandi þversögn við yfirlýstan vilja þinn.

 
web statistics