Wednesday, July 02, 2008

Stofnun félags og Söllagrill I, 2008

Sælir,

Eins og margir hafa haft pata af verður næsti laugardagur stór dagur í lífi Söllenbergers. Þá er annars vegar stefnt að því að undirrita lög félagsins svo að hægt verði að sækja um kennitölu fyrir félagið og hins vegar verður fyrsta Söllagrill sumarsins haldið. Ný söngbók verður vígð og von er á óvæntum glaðningi tengdri henni.

Lagt hefur verið til að félagið fjárfesti í almennilegum fótbolta til notkunar á æfingum og er verð á honum í kringum 4.000 kr. Kennitala fyrir félagið kostar 5.000 svo samtals eru þetta 9.000 krónur. Þar sem væntur fjöldi stofnfélaga er af stærðargráðunni 10 legg ég til að stofnfélagsgjald verði 1.000 krónur, hugsanlegum afgangi verður skilað aftur til félagsmanna, líklegast á fljótandi formi. Þeir sem greiða þetta gjald munu geta titlað sig Stofnfélaga Söllenbergers sem verður eftirsóttur titill í framtíðinni.

Söllagrillið verður haldið hjá Binna á laugardaginn og er stefnt að því að menn leggi í púkk, matarnefnd sjái um innkaup og grillun á hamborgurum ofan í mannskapinn. Nánari upplýsingar, svo sem tímasetning, verður birt á vefnum síðar en mikilvægt er að fá á hreint sem fyrst hverjir vilja mæta í matinn. Nokkrir meðlimir matarnefndar hafa ákveðið að maturinn á laugardaginn verðleggist á 1.500 kr sem mun duga fyrir fordrykk, tveimur hnausþykkum hamborgurum og meðlæti. Hugsanlegum afgangi mun verða skilað aftur til þeirra sem greiddu á fljótandi formi en menn eru beðnir um að huga að sínum drykkjarföngum sjálfir engu að síður (á mannamáli: afgangnum verður eytt í áfengi en menn ættu einnig að koma með sitt eigið áfengi).

Við getum dregið þessa færslu saman í eftirfarandi niðurstöður:
* Þeir sem vilja verða stofnfélagar og mæta á Söllagrill I, 2008 borgi 2.500
* Þeir sem eingögu mæta á Söllagrill I, 2008, en vilja ekki verða stofnfélagar borgi 1.500
* Þeir sem vilja eingöngu verða stofnfélagar en mæta ekki á Söllagrill I, 2008 borgi 1.000

Upphæðina skal leggja inn á reikning 0311-26-006653, kennitala 131185-2199. Eftir að við höfum gengið frá kennitölumálum munum við svo fá sérstakan bankareikning fyrir félagið sem verður mikið fjör. Fylgist með á síðunni og takið endilega þátt í umræðum.

Kv, Ásgeir

24 comments:

Anonymous said...

Líst vel á þetta.

Síðan er stefnt á bolta á morgun, fimmtudaginn 3. júlí, en þar mun hinn nýi og sérhannaði ger-vigra-sfótbolti Söllenbergera líta dagsins ljós.

Anonymous said...

Hvað á maður að borga ef maður ætlar bara að fá einn feitan burger og engan fordrykk? Þ.e. ætlar að mæta á milli níu og tíu?

Anonymous said...

Uppkast að lögum félagsins má finna á http://notendur.hi.is/~sbb6/log.pdf

Og ég mæti!

Sv1 said...

Til í glens og læti enda frískur og fjörugur.

Þorsteinn Snæland said...

aldeilis flott! og lögin eru glæsileg.

ég ætla mér að greiða allan pakkann en kannski kem ég pínu seint þar sem ég ætla að kynna mér þann möguleika fyrir sölla að leigja laxveiðiá.

en það er þó góðar líkur á að ég mæti á réttum tíma!!

kv snæland

Brynjar said...

Ég er pósitívur á allt saman

Anonymous said...

Tek að sjálfsögðu þátt í þessu öllu og hlakka til að sparka í nýja boltann.

Anonymous said...

ég er til í bolta í kvöld og verð stofnfélagi

Anonymous said...

Ef það vantar menn í bolta í kvöld veit ég til þess að einn Ingvar Möller er bæði spenntur og nokkur hæfur í fótbolta

Anonymous said...

Jájá, ætli ég sé ekki til í allt bara. En var ég að misskilja, eru makar ekki örugglega velkomnir líka? Myndi þá að sjálfsögðu greiða 4.000 kr.

Anonymous said...

Er annars vitað hvort einhverjar hnátur verði í grillinu?

Brynjar said...

Það er góð spurning... makar hafa aldrei komið með áður. Ég er reyndar búinn að senda mína út í sveit en hvað segja menn annars um málið?

alvar said...

Mummi þjöl tilkynnir komu sína, mætir líkt og SV frískur og fjörugur. Ef til vill með mandolínið með sér.

Anonymous said...

Ég er til í bolta í kvöld og Jón Emil líka. Það væri heiður að fá Möllerinn.

Ásgeir said...

Ég verð því miður að tilkynna að ég kem ekki í bolta í kvöld.

Anonymous said...

ég er jákvæður fyrir bolta

Anonymous said...

Villi og Rósant eru líka jákvæðir.

Anonymous said...

ég er jákvæður

Anonymous said...

Það verður bolti klukkan 21:15 í Réttó! Grjóni, reyndu að fá Möller með.

Nýi söllaboltinn verður vígður!

Brynjar said...

Allavega máttu taka maka með mín vegna Össur minn... mín hætti við sveitina þannig að hún lítur kannski við eftir matinn....

Ásgeir said...

Mér finnst sjálfsagt mál að taka maka og ástveina (Rósant) með á morgun, bæði í matinn og eftir mat (þ.e.a.s. ef Brynjar gefur leyfi sem hann gerði hér fyrir ofan). Aðrir lofaðir Söllar ættu endilega að reyna að draga betri helminginn með, þetta yrði þá fyrsta Fjölskyldugrill Söllenbergers!

Anonymous said...

aaaaaaahhh ég var nú barasta sofandi þegar boltinn var!! uss

annars finnst mér sniðugt að taka betri 50% með, ekki síst í svona grill. þrátt fyrir að Helga verði í öðru grillteiti að þessu sinni.

hvernig var boltinn annars?

Brynjar said...

sammála þeim að ofan, þó að ég efist um að hildur mæti

Sv1 said...

Er að vinna í þessu...

 
web statistics