Wednesday, January 02, 2008

Eigið fé uppurið

Gleðilegt nýtt ár, kæru söllar. Brátt fer söllaboltinn að rúlla á nýjan leik eftir langt jólafrí og kominn er tími á nýja hlutafjáraukningu. Hér koma nokkrar staðreyndir:
  • Fyrir tvöfaldan boltatíma greiðum við 3000 krónur.
  • Í haust borguðum við fyrir tíu fyrstu tímana. Boltarnir eru hins vegar orðnir fleiri en tíu, líklega í kringum fimmtán. Við skuldum því íþróttahúsinu nokkra tíma.
  • Tíu litlir söllastrákar tóku þátt í hlutafjáraukningunni í haust og borgaði hver þeirra 3000 krónur.
  • Söllastrákarnir tíu eru Hermann, Hlynur, Húnbogi, Höskuldur, Jón Árni, Kári, Rósant, Sigurjón, Vilhjálmur og Þorsteinn.
  • Staðan á söllareikningum góða er 10 söllar * 3000 kr/sölla - 10 tímar * 3000 kr/tíma + vextir = 114 krónur.
Ljóst er að nokkrir söllar sem tóku þátt í boltum fyrir áramót eiga enn eftir að greiða. Við þurfum að ganga frá þessum málum og fullgreiða þá tíma sem við eigum enn eftir að borga áður en við hefjum nýja almenna hlutafjáraukningu fyrir komandi boltavor. Nokkrir söllar sem dvöldu í Skandinavíu hafa snúið aftur og ósanngjarnt væri að nota hlutafé frá þeim til að greiða boltaskuldir frá því fyrir jól. Hvað segið þið, söllar? Hverjir eiga eftir að borga? Hvað skuldum við marga tíma?

8 comments:

Kári said...

Ég er nokkuð viss um að boltarnir eru orðnir fjórtán. Við skuldum því tólf þúsund krónur. Ég náði ekki að mæta eins vel og ég vildi í haust og geri mér ekki alveg grein fyrir því hverjir það eru sem mættu en greiddu ekki en það eru örugglega nokkrir. Mér dettur í hug Egill og Aron. Og Össur. Kannski Halli.

Anonymous said...

Ég á eftir að borga.

Anonymous said...

Ég á líka eftir að borga.

Anonymous said...

Búinn að borga.

Anonymous said...

ég hef ekki borgað en ég mætti heldur ekki nema einu sinni eða tvisvar held ég...

væri kannski sanngjarnt að borga 1500 kall?

Anonymous said...

Mér finnst fullhart að láta þig borga meira en það allavega...
Ef aron borgar svo 3000 (eða minna ef hann mætti líka bara 1-2svar (mig minnir þó að hann hafi mætt alveg nokkrum sinnum)) þá finnst mér það nú ekki blóðugt þótt menn deili með sér 1500 kallinum sem verður eftir (ef ég kann ennþá að reikna) og það bætist bara rúmur 100 kall ofan á næstu millifærslu fyrir bolta... Láta bara okkur sem voru í boltanum borga það en ekki Skandinavíufarana.

Anonymous said...

takk fyrir mig. góður bolti og gott skemmterí um kvöldið.

Anonymous said...

Já gott var það, skemmteríið.

 
web statistics