Sunday, January 27, 2008

Ferðafélagið Söllenbergers

Eins og elstu menn muna nálgast þriggja ára afmæli Fótboltafélagsins Söllenbergers óðfluga en sagnfræðingum ber saman um að það hafi verið stofnað í reykfylltum fyrirlestrarsölum Háskólabíós haustið 2005 þegar að flestir meðlimir félagsins hófu háskólanám. Hið væntanlega þriggja ára afmæli hefur í sér fólgna merkingu, nefnilega þá að flestir þeir eru komu að stofnun félagsins þetta örlagaríka haust koma til með að útskrifast frá Háskóla Íslands næstkomandi vor og af því tilefni  eru komnar upp hugmyndir um að bæta nýju dótturfélagi við móðurfélagið Söllenbergers, Ferðafélagið Söllenbergers (takið eftir að öll systurfélögin halda áfram að heita nöfnum sem byrja á "F").

Nánar tiltekið er hugmyndin sú að þegar að prófin klárast við verk- og raunvísindadeildir HÍ, sem ku vera 15. maí, verði haldið út í heim, ný lönd lögð undir fót og vænlegir fjárfestingakostir skoðaðir (væntalega verður lögð áhersla á fjárfestingar í áfengis- og matvælageiranum að þessu sinni). Ferðinni er ætlað að standa yfir í u.þ.b. viku, lagt af stað 16. maí og komið heim í kringum 23. sama mánaðar. Nú þegar hafa margir Söllar lýst sig spennta fyrir hugmyndinni, en gaman væri að fá í athugasemdakerfið hversu margir mundu hafa áhuga á að slást með í för og jafnvel uppástungur um áfangastaði.

Kv,
Ásgeir


P.s. Um daginn var ég í skriflegu prófi hér í Kaupmannahöfn og var þar sérstaklega tekið fram í upphafi prófs að bannað væri að reykja inni í prófstofu á meðan að prófi stæði. Fróðlegt væri að vita hvað mundi gerast ef e-r tæki sig til og kveikti sér í vindli yfir prófi á Íslandi. Sérverkefni fyrir áhugasama?

15 comments:

Anonymous said...

Ég er mjög áhugasamur.

Anonymous said...

Sama hér.

Það eru fordæmi fyrir því að prófið í verklegri eðlisfræði sé einum til tveimur dögum eftir að formlegri prófatörn líkur (15. maí). Skulum hafa það í huga þegar við skipuleggjum ferð.

Sv1 said...

Ég er einnig mjög áhugasamur. Já, við verðum að hafa allt svona í huga svo að sem flestir komist, þe próf eftir 15.mai.

Anonymous said...

forvitinn og áhugasamur

Brynjar said...

líst meira en vel á þetta. Styð góða djamm- og vitleysisferð.

Brynjar said...

Ég legg til að við förum á stað þar sem ekki þarf að vera mikið klæddur

Anonymous said...

en svo er eitt. ég mun ekki eiga bót fyrir bossann á mér í maí. og ekki get ég keypt stóra bót núna. þetta væri alla vegana alveg out hjá mér peningalega-séð.

ég er mjög spenntur fyrir þessu en ef ég á að geta komist með þá verður þetta að vera í ágúst.

eru allir bara syndandi í peningum eftir síðasta sumar?

Ásgeir said...

Þess vegna fann Guð upp kreditkort Þorsteinn...

Anonymous said...

Ég og væntanlega Húni munum ekki komast í þessa ferð, þar sem við verðum ekki búnir fyrr en 2. júní. Ekki nema henni verði frestað fram yfir það...

Anonymous said...

Ég vil heyra frá fleiri SÖllum...(helst jákvæðar fréttir)

Anonymous said...

Já, Össur mælir sönn orð um mig að því er mér skilst. Ég væri annars þrímælalaust maður í þetta!

Unknown said...

ég gef ekkert upp enn sem komið er, en lýst þó vel á þetta.

Anonymous said...

Persónulega væri ég mjög til í grísku eyjarnar, hvort það væri Krít, Ródos eða einhverjar minni og óþekktari. Þar höfum við menningarlegan vinkil á ferðina sem er öllum fyllerísferðum nauðsynlegur. Það væri jafnvel möguleiki að maður haldi lærðan fyrrlestur um fornleifauppgröft svæðisins ef vilji er fyrir hendi...

Annars er ég fylgjandi þeim hugmyndum sem hafa komið fram um að fara snemma sumars, kannski eftir fyrstu útborgun? Þá myndu læknanemarnir væntanlega komast með og við, hinir snauðu, hefðum einhvern pening til að eyða.

Brynjar said...

Ég var nú frekar að vonast eftir að komast beint eftir prófin. Það gæti verið erfitt að biðja um frí á miðju sumri þegar maður starfar í sumarafleysingum.

Peningar eiga ekki að vera neitt vandamál fyrir nema sem býðst að taka námslán.

Unknown said...

Þetta hljómar vel, en eins og hinn 8 gata bensínvitleysingurinn sé ég ekki fram á að eiga aura í maí hvað þá krónur þannig að maí er full snemmt fyrir mig.

 
web statistics