Wednesday, January 09, 2008

Uppgjör fyrrverandi gjaldkera

Sæliblessi, Nú um áramótin vissi ég af því að við Söllar mundum detta í lukkupottinn því von var á vöxtum á reikninginn sem ég sá um áður en ég hélt til Kaupmannahafnar. Ég skráði mig því spenntur inn á Netbanka Kaupþings og þar sá ég að þann 31. desember fengum við heilar 
378 kr
í vexti fyrir síðasta ár. 
Af þeim þurftum við svo að borga 37 kr fjármagnstekjuskatt.

Að öllum þessum reikningum loknum kom í ljós að heildarstaða reikningins eru 1.279 kr. Eins og menn muna gerðum við heiðarlega tilraun til að eyða öllu eiginfé sem við áttum í sumar í Söllagrillveisluna heima hjá Svenna, en e-r peningar urðu eftir eftir hana. Þeir sem að mættu ekki í veisluna eiga því forgangsrétt á þessum fjármunum, en þar sem það yrðu örfáir hundraðkallar sem hver og einn fengi vil ég leggja til að ég millifæri þessa fúlgu fjár á hann Höskuld og hún verði svo notuð til að greiða boltaskuldir við íþróttahús Háskólans og bolta nú á vorönn.

Það væri ágætt að fá viðbrögð við þessari tillögu sem fyrst svo að ég geti haft samband við fyrirtækjafulltrúa okkar og látið hann sjá um millifærsluna. Kv, Ásgeir

9 comments:

Anonymous said...

ég styð þetta

Brynjar said...

jeg líka

Þorsteinn Snæland said...

klárt mál!

Hössi said...

Góð hugmynd.
Annars mætti bæta við færslu mína hér að framan að í síðasta laugardagsbolta kom í ljós að við skulduðum (skv. bókhaldi konunnar í íþróttahúsinu) bara einn tíma frá því fyrir jól. Greiðsla Össurar rak því smiðshöggið á haustmisserið og því er ekkert sem kemur í veg fyrir að við hefjum hlutafjárútboð fyrir vormisserið. Í næsta bolta eigum við að greiða fyrir tíu tíma (þar af einn sem var fyrir jól). Hvað eigum við að láta hvern Sölla borga mikið fyrir vormisserið? Kannski er 3000 kr. of mikið en við gætum alltaf notað afganginn í grillveislu næsta sumar. Látið í ykkur heyra.

Anonymous said...

Líst vel á þetta, ég fæ bara tvo hamborgara næst, sætti mig jafnvel við extra beikon og ost á minn. Varðandi 3000 kallinn þá finnst mér bara stemning að eiga pening eftir til að nota svo í sumar. Þetta er nú ekki dýrt.

Kári said...

Húnbogi, fékkst þú bara einn hamborgara síðast? Það er illa farið með þig.

Auðvitað styð ég tillöguna.

Anonymous said...

já er ekki fínt að hafa þetta eins og alltaf, þ.e. þessi 3000 kall?

Held það!

Anonymous said...

Nei Kári, ég mætti ekki fyrr en partýið var búið, var löglega afsakaður í Landmannalaugum. Reiknaði bara með að Söllar borðuðu einn hamborgara á mann í veislunni. Svona er maður nú orðinn lélegur að reikna! Annars er maður nú ekkert of góður og spengilegur til að missa af tveimur hamborgurum sisvona.

Anonymous said...

Díll

 
web statistics