Eins og flestir lesendur síðunnar vita hafa síðustu vikur verið ansi sveiflukenndar á hlutabréfamarkaði. Ég hef því kannað aðra fjárfestingamöguleika fyrir félagið og er kominn á þá skoðun að við ættum að einbeita okkur að því að fjárfesta í hugviti á næstu mánuðum.
Ómetanlega uppsprettu tækifæra er að finna í lokaverkefnamiðlun Stúdentamiðlunar, sem finna má á studentamidlun.is. Í kvöld hljóp aldeilis á snærið hjá mér þegar að ég fann afburðargott verkefni þar inni, nefnilega ritgerðina
Lesbískar mæður: Barneignir og fjölskyldulíf
Ég mæli með því að þið lesið útdrátt hérna og svo söfnum við saman í tilboð (skráð verð fyrir verkefnið er einmitt "Tilboð óskast"). Eftir að við höfum komið okkur saman um hugsanlegt verð skulum við svo senda póst á höfundinn, djusibelja@hotmail.com, mér detta strax nokkrir í hug sem ættu að vera áhugasamir um að fara og skrifa undir kaupsamninginn.
Kveðjur frá Kaupmannanhöfn,
Ásgeir
Tuesday, January 15, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
hljómar frábærlega!
Sú staðreynd að netfangið er ekki uppspuni er tær snilld. Vel gert Ásgeir.
svanur varst þú ekki farfugl á árum áður?
Hvaða steik sem vill fá tilboð í mastersverkefnið sitt er með svona fáránlega e-mail adressu?
Reyndar þekkti ég einu sinni strák sem var með e-mailið:
tender_gay_love@hotmail.com
Post a Comment