Friday, June 09, 2006

Sigurleikur

Þeim, sem voru fyrir tilviljun staddir við gervigrasið hjá Leikni klukkan rúmlega níu í gærkvöldi, var skemmt þegar sigurreifir, bláklæddir og íþróttamannslegir drengir tóku sigurhringinn á grasinu gervi. Við nánari skoðun var um að ræða gulsokkurnar í Söllenbergers. Gat það verið? Höfðu Söllenbergers rekið af sér slyðruorðið og unnið leik? Jú, það var ekki um að villast, gleðin skein úr andliti viðstaddra. Já, nú höfum við unnið einn leik. Það var ekki heppni og það var ekki eitthvert grínlið sem við kepptum á móti. Þvert á móti (úúú, fallegt). Áður en þeir kepptu við okkur höfðu þeir tapað naumlega gegn sterku liði Ginola, pakkað Bakkusi saman og unnið góðan sigur á Hvatberum. Jú, úrslitin gegn okkur voru þau verstu í sumar fyrir FC Ferro. Við getum ekki annað en dregið þá ályktun að við eigum í fullu tré við öll lið í deildinni. Hvað gerðist? Af hverju unnum við allt í einu lið með tvífara Fjölnis Þorgeirssonar innanborðs? Galdrar? Nei, leikur okkar small saman og við lékum vel. Við vorum einfaldlega betri en andstæðingar okkar. Ekki mistakalaus leikur en nógu mistakalaus. Góð vörn en kannski fullmikil vörn. Ég vil persónulega þakka varnarmönnum fyrir vel spilaðan leik. Þetta voru greinilega gaurar sem kunna að skalla en upp við mark okkar var aldrei hætta, hvílíkir varnarskallar, hvílík vörn, takk, strákar. Góð barátta. Höldum þessu áfram og ég kemst ekki í bikarleikinn á þriðjudaginn. Áfram Söllenbergers.

4 comments:

Kári said...

Ferilskrá Ginola er eftirfarandi:

Ginola 1 : 0 FC Ferro
FC Dominoz 0 : 3 Ginola
Ginola 2 : 1 Black Barbara
Hausastaðir 5 : 1 Ginola

Svipuð eða verri en þeirra FC Ferro-manna. Því tel ég okkar möguleika í bikarnum nokkra.

Ég legg til að hafa bolta klukkan tíu í fyrramálið. Allir koma síðan þreyttir heim og fleygja sér fram fyrir sjónvarpið að horfa á ENG-PAR.

Kári said...

Borizt hafa fregnir af því að Ferrómenn hafi verið sigurvegarar Carlsbergdeildarinnar árið 2004. Verða það að teljast gleðitíðindi fyrir okkur.

Anonymous said...

Svona fyrir okkur varmennin sem mættu ekki; hvernig fór leikurinn? :)

Jón Emill said...

2-0

 
web statistics