Wednesday, June 21, 2006

Söllenbergers gegn Team Lebowski

Það hefur gerzt að við erum fáliðaðir í leikjum vegna þess einfaldlega að menn vita ekki af leiknum. Því vil ég setja það fram á skýran hátt: Söllenbergers leika gegn Team Lebowski. Leikurinn verður annað kvöld, 22. júní. Klukkan hvað? Klukkan átta. En ekki leggja áttuna á minnið, mæting er klukkan 19:20. Í búningum, 19:20, 22. júní. Team Lebowski er líklega lakasta liðið sem við höfum spilað við í sumar. En ég vil ekkert helvítis vanmat. Þeir eiga betri úrslit við Premier FC og þeir hafa átt einn stórsigur. SöllenSöllenSöllenbergers.

17 comments:

Anonymous said...

Ég verð mjög tæpur. Bæði vegna þess að ég er meiddur á kálfa og vegna þess að það er æfing á kl. 18:30.

Anonymous said...

Tek þetta "á" til baka

Jón Emill said...

Ég get spilað með Söllenbergers á eftir. Þjálfurum líkar það víst illa ef menn mæta ekki á æfingaleiki og segjast síðan vera að fara á Hróarskeldu með viku fyrirvara.

Kári said...

Brandarahorn Kára:

Brynjar, ertu þá bara meiddur kálfa?

Jón, við erum þá heppnir að það er enginn þjálfari hjá Söllenbergers.


Annars mæti ég galvaskur ef einhver veitir mér far.

Kári said...

Þá erum við orðnir þrír og hálfur.

Anonymous said...

Ég mæti.
Á von á góðri mætingu frá Kaupthing Bank.

Anonymous said...

Ég mæti, þó í meira lagi veikur svo að það væri ekki verra ef við myndum ná að vera 8.

Anonymous said...

Ég hef víst verið fengin til að mæta. En spila þó aðeins ef samþykki liðsins fæst.

Villi

Anonymous said...

Ég mæti ásamt félögum mínum frá Kaupþing Banka

Anonymous said...

mæti

Anonymous said...

Mæti og tek EPÓ með mér, nýkominn frá Þýzkalandi. Orðið á götunni er að hann hafi lært trix eða tvö hjá Ballack þarna úti, svo hann ætti að koma sprækur inn.

-Ásgeir

Jón Emill said...

Enn sem komið er:

Kári
Þossi
0,5 x Brynjar
0,5 x Sigurjón
Villi Alvar
Rósant
Hlynur
Hössi
Ásgeir
Jón Emil

Það gerir níu. Spurning hvort að ég verði í vörninni í staðinn fyrir Svenna. Annars veit ég að Hlynur nokkur Hafliðason getur mætt ef við þurfum góðan striker.

Anonymous said...

Hehemm, það var sko ég sem kenndi Ballack trikk þarna úti, ekki öfugt.

-EPÓ

Anonymous said...

Villi Stein kemur.

Anonymous said...

Já lítur vel út, 10 manns eru vel nógu margir, núna vakna Söllenbergers loksins almennilega

Anonymous said...

Ég mæti líka. Þekki líka einn sprækan varnar-/kantmann, helvíti sprettharðan, sem gæti vel verið til í að mæta, á ég að plata hann með?

Anonymous said...

Við erum nógu margir

 
web statistics