Wednesday, April 19, 2006

Bolti á morgun?

Jæja, nú er síðasti vetrardagur og hvað þýðir það? Á morgun kemur sumar! Eins og sönnum Söllenbergerum sæmir ættum við því að taka á móti sumrinu á viðeigandi hátt og mæta í bolta með bolta og fullt af forsetningum á undan bolta klukkan TÓLF TÍU á morgun! Austurbæjarskóla. --- ATHUGIÐ VIÐBÓT --- Þeir sem ætla að fá búning í sumar eru sérstaklega velkomnir því að miðjuhringsumræður munu fara fram í fyrramálið. Númera-, merkja- og stærðarmál á búningunum verða útkljáð. Menn geta átt von á því að niðurstöður fundarins verði endanlegar. Því ættu allir með sjálfsvirðingu að reyna að sjá sér fært að mæta. Kveðja, nefndin.

7 comments:

Anonymous said...

Hvernig standa búningamálin?

Anonymous said...

Mætum 10! Það er öflugt. Við fáum líka pottþétt völlinn þá! ÁFRAM SÖLLENBERGERS!

Bessi said...

10 og ekkert fokken rugl!

Anonymous said...

Sammála Bessa, ekkert fekking rugl!

Kári said...

Auðvitað mæti ég.

Það verða prufubúningar á staðnum.

Anonymous said...

10! Ekkert fjaukking rugl!

Jón Emill said...

Mæti með bækklinginn svo menn geti pælt í sokkum. Dökkbláir eða ljósbláir myndi ég halda að passi best við búninginn.

 
web statistics