Monday, April 24, 2006

Logomál neðar, en ásgeir nýtir tækifærið og segir eftirfarandi:

Nú eru búningamálin því sem næst komin á hreint, fagurgulir sokkar koma til með að kallast skemmtilega á við ljósbláu búningana í sumar og logo liðsins virðist hafa verið ákveðið. Því er ekki úr vegi að farið sé að velta fyrir sér fjárhagslegu hliðinni en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðist hún vera komin á mína könnu. Eftirfarandi fjármuni munu keppendur Söllenbergers í sumar þurfa að reiða af hendi:
  • Keppnisgjald í Carlsberg-deildina: 5000 kr
  • Búningur með prentun: 5000 kr
Verðið fyrir búninginn er gróflega áætlað en þó ætti ekki að muna nema nokkrum hrognkelsum í mesta lagi á endanlegu og áætluðu verði. Keppnisgjaldið er einnig gróflega áætlað á haus, en undanskildir greiðslu á því núna eru þeir heiðursmenn sem borguðu staðfestingargjaldið um daginn. Voru það þeir Sveinn "splæsari", Þorsteinn "þúsundkall" og Össur "örláti". Til að halda viðurnefnum sínum er þeim bent á að bjóða mér upp á pylsu og kók við tækifæri en að öðru leyti eru þeir sloppnir. Ég geri mér grein fyrir því að þær upphæðir sem farið er fram á eru nokkuð slumpkenndar og því nokkrar líkur á að einhver afgangur komi til með að verða af þeim peningum sem lagðar eru inn á reikninginn. En örvæntið eigi, ég er búinn að setja mig í samband við umboðsmann í Brasílíu og hann getur reddað okkur prýðisleikmönnum fyrir lítinn pening. Liggur því beinast við að láta afgangspening renna til hans og munum við þá fá okkar eigin Romario eða Roberto Carlos. Eða þá að peningunum verði eytt í vesti eða e-ð álíka skynsamlegt... Allavega. Reikningsnúmerið sem menn eiga að leggja inn á er 0311-26-006653. Kennitalan er 131185-2199. og svo senda kvittun á asb9@hi.is! Ég tek einnig við frjálsum framlögum inn á minn eigin persónulega reikning. Verður öllum þeim peningi sem lagður er inn á hann eytt undantekningalaust í áfengi og kem ég til með að sýna kvittanir fyrir öllum kaupum. Þeir sem vilja fá reikningsnúmerið á honum er bent á að hringja í mig eða hitta á mig í skólanum. Þeir sem ekki borga þessar 10 kúlur verða svo lamdir með felgulykli sem ég geymi í skottinu á bílnum mínum. Kv, Ásgeir

3 comments:

Anonymous said...

Við í hinu háæruverðuga félagi Söllenbergers styðjum þétt við bakið á Söllanum sjálfum. Betra væri að láta bílasölu Ivans Motta styrkja okkur enda traustur maður þar á ferðinni. Hann gæti ef til vill sent okkur tjónabíl sem við gætum svo selt hér á landi!

Kári said...

Of seint. Pöntun hefur verið lögð inn.

Kári said...

Þá hef ég borgað og ég hvet alla til að gera slíkt hið sama, af tveim ástæðum.

i) Felgulykillinn er vígalegur með eindæmum.

ii) Valdi í Jóa Útherja er búinn að vera svo góður að það eina rétta fyrir okkur er að borga honum á nokkurn veginn sama tíma og hann afhendir okkur vöruna.

Borga, borga.

 
web statistics