Friday, April 21, 2006

Logo nr. 2

Jæja, hvað get ég sagt, sótti innblástur í málaferlin og Jóhannes í Bónus sem ég sá einmitt í Magasin du Nord í gær.

4 comments:

Bessi said...

Ég vil benda fólki á að skoða merkin með það í huga að þau verða tvítóna á búningunum þ.e. einu litirnir sem gera má logo-ið úr eru svartur og hvítur. Í þessu tilfelli myndi það til dæmis fokka upp í súlunum sem notast við nokkra tóna af gráu.

Bessi said...

Og svo ég haldi áfram að vera neikvæður þá ættum við að hafa meiri áhyggjur af því að notast við bónusgrísinn á búningana heldur en t.d. andlit söllenbergers enda er fyrirtækjum oft mjög annt um vörumerkin. Það þýðir að þau eru oftast tilbúin að leggja eitthvað á sig til að vernda þau og gætu því þar af leiðandi gert eitthvað í málinu.

Mér finnst þetta ekki galið merki en finn mig þó knúinn til að vera aðeins áhyggjufulli gaurinn.

Ásgeir said...

Bessi: Korkaðu þetta...

Ásgeir said...

En svona á aðeins alvörugefnari nótum, þá held ég að það megi vinna meira með dómssalasúlurnar og grís en ég gerði þarna. Þetta var gert í þó nokkrum flýti, ég var að verða of seinn á pubquiz og því henti ég inn þessu logoi svona, enda vildi ég koma því á framfæri áður en dagurinn yrði úti. Mín tillaga er sú að bíða með að ákveða logo-ið þangað til í boltanum á morgun, ég gæti örugglega reddað þessu á e-n sniðugan hátt, t.d. haft mynd af öðrum grís þarna inni, held að pælingin muni ennþá skína í gegn en Gestur Jónsson mundi ekki hringja í okkur alla að nóttu til og tilkynna um málsókn...

 
web statistics