Monday, April 10, 2006

Úrslit kosninga

Nú rétt í þessu lauk kosningu um lit búninga Söllenbergers tímabilið 2006. Niðurstöður eru eftirfarandi: Blár: 12 atkvæði Grænn: 6 atkvæði Auðir og ógildir: engir. Þessi úrslit eru endanleg og búningar Söllenbergers verða því bláir leiktímabilið 2006. Nokkrar athugasemdir bárust við framkvæmd kosninga og einhver hasar átti sér stað. Hér skal reifað það helsta.
  • Snemma síðari kjördags urðu menn varið við og bentu á áróður og umræður á kjörstað. Tekið var tillit til þessa og áróðurinn fjarlægður.
  • Um kvöldmatarleyti sama dags fóru að birtast atkvæði manna utan kjörskrár. Ónot flugu á milli fylkinganna og ásökuðu sumir aðra um smölum. Fóru ásakendur út í það að eyða atkvæðum þess sem smalað var. Það hafði svo í för með sér að sá sem ásakaður var ákvað að banna þann sem ásakaði auk þess sem sá sem smalað var varð reiður og fór mikinn með áróður á kjörstað. Á þessu tók kjörstjórn að lokum, afbannaði menn og eyddi áróðri og ógildum atkvæðum.
  • Milli 22:00 og 23:00 hefur kjörstjórn heimildir fyrir því að símalínur hafi logað hjá nokkrum aðilum. Rökstuddan grun hefur hún fyrir því að forsvarsmaður ákveðinnar fylkingar hafi staðið fyrir þessari ljósasýningu þ.e. hringt í þessa aðila og fengið heimild til að skrifa "Blár." undir þeirra nafni. Kjörstjórn fordæmir þessi vinnubrögð og ætlast til svonalagað verði ekki viðhaft í komandi kosningum. Ekkert verður þó aðhafst í þetta skiptið og skal þess getið að ógilding umræddra atkvæða myndi ekki hafa áhrif á úrslit kosninga. Umræddur úthringimeistari hefur eftir að hafa lesið annálinn firrað sig allri ábyrgð af umræddu og kveður alla málsmenn hafa mætt sjálfa á kjörstað. Kjörstjórn sér ekki ástæðu til að rengja manninn og telst því ofangreint vera tilhæfulau ásökun. Kjörstjórn biðst afsökunar á þessu.
  • Um það bil klukkustund fyrir lokun kjörstaða sáu forsvarsmenn annarar fylkingarinnar sér leik á borði og létu commentadálkinn hverfa. Eftir ávítur af hálfu kjörstjórnar féllust þeir á að skila commentadálkinum auk þess sem boðnar voru mútur æti kjörstjórn nokkur atkvæði hinnar fylkingarinnar. Kjörstjórn þáði að sjálfsögðu ekki þessar mútur og hætti öllum samskiptum við umrædda fylkingu enda fylgir hún þeirri stefnu að semja ekki við hryðjuverkamenn. Þess í stað voru sérfræðingar kjörstjórnar sóttir og náðu þeir að hafa upp á commentadálkinum án frekari samskipta við hryðjuverkamennina.
Kjörstjórn

1 comment:

Jón Emill said...

Spurning hvort að kjörstjórnin okkar efni ekki til nýrra kosninga um númer á treyjur. Menn geta nefnt hvaða númer sem þeir vilja frá 1-99 og ef fleiri en einn vilja sama númerið þá er málið útkljáð með vörpun hlutkastar eða einhverju öðru sniðugu.

 
web statistics